Fótbolti

Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær varla á sig mark.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær varla á sig mark. getty/FC Internazionale

Inter minnkaði forskot Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 1-0 sigri á Como á heimavelli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter.

Cecilía gekk í raðir Inter á láni frá Bayern München fyrir tímabilið. Hún hefur átt afar góðu gengi að fagna með bláa og svarta liðinu.

Cecilía hefur leikið þrettán leiki í ítölsku úrvalsdeildinni og haldið átta sinnum hreinu. Inter hefur aðeins fengið á sig átta mörk, fæst allra í deildinni.

Elisa Polli skoraði sigurmark Inter á 69. mínútu. Hún hefur skorað í fjórum leikjum í röð.

Inter, sem hefur unnið þrjá leiki í röð, er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig, fjórum stigum á eftir Juventus sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×