Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:26 Þær Bermuda, Shudu, Aitana og Imma eru allar gríðarlega vinsælar á samfélagsmiðlum. Þær eru allar með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram en engin þeirra er til í alvörunni. Instagram Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar. Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira