Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2025 12:16 Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk í sigri Íslands á Kúbu í gær. vísir/vilhelm Félagaskipti Viggós Kristjánssonar, landsliðsmanns í handbolta, frá Leipzig til Erlangen vöktu talsverða athygli enda er Erlangen í harðri fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni. Ólafur Stefánsson botnar allavega ekkert í skiptunum. Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Í viðtali við Vísi í byrjun árs viðurkenndi Viggó að þessi félagaskipti kæmu eflaust einhverjum á óvart. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til,“ sagði Viggó sem sagðist fá betri samning hjá Erlangen. „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn.“ Ólafur hefði viljað sjá Viggó fara til sterkara liðs enda hafi hann getuna til þess. „Mér finnst þetta svolítið snemmt. Ég hefði frekar ráðlagt honum að fara í betra félag fyrir aðeins minni pening og taka sénsinn á einu stóru félagi og vinna eitthvað. Mér finnst hann oft þar. Flottur, oft mjög góður og getur alveg haldið uppi góðu liði,“ sagði Ólafur. Viggó hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM. Íslendingar mæta Slóvenum annað kvöld í úrslitaleik um sigur í G-riðli. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Á aðfangadag var greint frá því að Viggó hefði samið við Erlangen og myndi byrja að spila með liðinu þegar keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst aftur eftir HM. Í viðtali við Vísi í byrjun árs viðurkenndi Viggó að þessi félagaskipti kæmu eflaust einhverjum á óvart. „Út á við lítur þetta kannski skringilega út. Í fyrsta lagi er þetta lið sem að á ekki að vera svona neðarlega í töflunni. Þetta er lið sem á að vera miklu ofar. Þeir komu bara með tilboð til Leipzig í byrjun desember, forráðamenn liðanna ræddu sín á milli og komust að samkomulagi. Í framhaldinu næ ég síðan að semja við Erlangen. Þeir eru í erfiðri stöðu og urðu að gera eitthvað. Þeir gerðu mikið til þess að ná mér. Ég get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir en mér finnst þetta spennandi og hlakka til,“ sagði Viggó sem sagðist fá betri samning hjá Erlangen. „Enda væri maður ekki að fara til liðs sem á pappír er verra lið og rífa fjölskylduna upp með sér með flutningum og öllu sem því fylgir nema þetta passaði allt saman. Launakröfur er einn hluti af því.“ Ólafur var aðstoðarþjálfari hjá Erlangen um tíma. Vistaskipti Viggós komu honum verulega á óvart eins og hann lýsti í viðtali í Handkastinu. „Já, mörg. Sérstaklega að hann skyldi ekki hafa samband við mig að fyrra bragði. En auðvitað er eitt að vera þjálfari þarna en annað að vera leikmaður. Það er alveg hægt að lifa þarna af sem leikmaður,“ sagði Ólafur. „En ef þú ert með metnað, bara galin skipti, en vonandi hefur hann fengið eitthvað borgað fyrir það. Staðurinn er fallegur og allt það en stóri hnífurinn í kúnni þarna er framkvæmdastjórinn.“ Ólafur hefði viljað sjá Viggó fara til sterkara liðs enda hafi hann getuna til þess. „Mér finnst þetta svolítið snemmt. Ég hefði frekar ráðlagt honum að fara í betra félag fyrir aðeins minni pening og taka sénsinn á einu stóru félagi og vinna eitthvað. Mér finnst hann oft þar. Flottur, oft mjög góður og getur alveg haldið uppi góðu liði,“ sagði Ólafur. Viggó hefur skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM. Íslendingar mæta Slóvenum annað kvöld í úrslitaleik um sigur í G-riðli. Hlusta má á Handkastið hér fyrir neðan.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður sögunnar, er vægast sagt ósáttur með hvernig Guðmundur Guðmundsson hefur nýtt krafta sonar hans, Einars Þorsteins, hjá danska liðinu Fredericia. Ólafur segir að haustið hafi verið afar erfitt fyrir Einar og hann hafi ekki fengið að efla hæfileika sína og sjálfstraust síðan hann kom til Fredericia. 18. janúar 2025 13:31
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða