„Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 21:29 Til vinstri er Ragnar Þór Egilsson eigandi bílsins og til hægri er maðurinn sem hefur síendurtekið skitið á bíl hans. Vísir Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til. Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar.
Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26