Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2025 15:04 Það verður mikið um að vera á Hvolsvelli. Vísir/Vilhelm Ærslabelgur og aparóla eru efst á óskalista hjá börnum og unglingum á Hvolsvelli en það mál og fleiri munu þau ræða á Barna- og ungmennaþingi, sem haldið verður á morgun sunnudag. Það verður mikið um að vera á Hvolsvelli á morgun, sunnudaginn 19. janúar því þá stendur ungmennaráð Rangárþings eystra fyrir barna- og ungmennaþingi fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli. Fjórar málstofur verða á þinginu en þar á meðal annars að fjalla um skólamál, félagslíf og íþróttir, forvarnir og menning og loks um umhverfi og skipulag. Um 50 börn og unglingar munu taka þátt í þinginu. Fannar Óli Ólafsson er formaður barna- og ungmennaráðs Rangárþings eystra. „Við höfum gert þetta nokkrum sinnum og það sem hefur verið talað um og við höfum gert er að krakkarnir hafa beðið um ærslabelg og aparólu og auka körfuboltakörfu og körfuboltavöll, sem er á dagskrá fyrir vorið þannig að það er ýmislegt, sem þau biðja um,” segir Fannar Óli. Hverju skilar svona þing, skilar þetta einhverju? „Já við förum eftir þing á fund með sveitarstjórn þar, sem við tökum saman niðurstöður þingsins og förum með til sveitarstjórnar og þau reyna að finna út úr því saman hvað er hægt að gera.” Fannar Óli Ólafsson, sem er formaður barna- og ungmennaráðs Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fannar Óli leggur áherslu á gott samstarf kjörna fulltrúa í sveitarstjórn og barna og unglinga í sveitarfélaginu og hann segir að það hafi allt gengið mjög vel til þessa. „Rangárþing eystra er náttúrulega heilsueflandi og barnvænt samfélagi þannig að við leggjum mikla áherslu á að raddir barnanna í samfélaginu heyrist og við komum skoðunum þeirra á framfæri,” segir Fannar Óli. Þetta er í þriðja skipti, sem sérstakt barna- og ungmennaþing er haldið á Hvolsvelli en þingið á morgun fer fram í félagsheimilinu Hvolnum.Aðsend Rangárþing eystra Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Það verður mikið um að vera á Hvolsvelli á morgun, sunnudaginn 19. janúar því þá stendur ungmennaráð Rangárþings eystra fyrir barna- og ungmennaþingi fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu í félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli. Fjórar málstofur verða á þinginu en þar á meðal annars að fjalla um skólamál, félagslíf og íþróttir, forvarnir og menning og loks um umhverfi og skipulag. Um 50 börn og unglingar munu taka þátt í þinginu. Fannar Óli Ólafsson er formaður barna- og ungmennaráðs Rangárþings eystra. „Við höfum gert þetta nokkrum sinnum og það sem hefur verið talað um og við höfum gert er að krakkarnir hafa beðið um ærslabelg og aparólu og auka körfuboltakörfu og körfuboltavöll, sem er á dagskrá fyrir vorið þannig að það er ýmislegt, sem þau biðja um,” segir Fannar Óli. Hverju skilar svona þing, skilar þetta einhverju? „Já við förum eftir þing á fund með sveitarstjórn þar, sem við tökum saman niðurstöður þingsins og förum með til sveitarstjórnar og þau reyna að finna út úr því saman hvað er hægt að gera.” Fannar Óli Ólafsson, sem er formaður barna- og ungmennaráðs Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fannar Óli leggur áherslu á gott samstarf kjörna fulltrúa í sveitarstjórn og barna og unglinga í sveitarfélaginu og hann segir að það hafi allt gengið mjög vel til þessa. „Rangárþing eystra er náttúrulega heilsueflandi og barnvænt samfélagi þannig að við leggjum mikla áherslu á að raddir barnanna í samfélaginu heyrist og við komum skoðunum þeirra á framfæri,” segir Fannar Óli. Þetta er í þriðja skipti, sem sérstakt barna- og ungmennaþing er haldið á Hvolsvelli en þingið á morgun fer fram í félagsheimilinu Hvolnum.Aðsend
Rangárþing eystra Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira