Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2025 13:57 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum framhaldskólakennara við ríkið að sögn formanns Félags framhaldsskólakennara. Félagið hefur hafið undirbúning að verkfallsaðgerðum sem formaðurinn vonar þó að ekki þurfi að grípa til. Að svo stöddu fæst ekki gefið upp í hvaða framhaldsskólum verkföll koma til greina. Þeir verða þó fleiri en í síðustu aðgerðum og ná til nokkur hundruð kennara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að samtalið sé enn virkt í kjaraviðræðum sambandsins við samninganefnd sveitarfélaga hvað lítur að grunn- og leikskólakennurum. „Það voru þreifingar í morgun og verður fundur á morgun með KÍ og sveitarfélögum hjá sáttasemjara,“ segir Magnús en fundað var einnig í gær. Að óbreyttu munu kennarar leggja niður störf í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum þann 1. febrúar. „Það skiptir bara mjög miklu máli að allir einhendi sér í verkefnið og reyni að finna alla fleti sem mögulega eru til staðar,“ segir Magnús. Samninganefnd ríkisins skorti umboð Á meðan fundir hafa farið fram í vikunni í viðræðum samninganefndar Kennarasambandsins við sveitarfélög er lítill sem enginn gangur í viðræðum við ríkið hvað snýr að framhaldsskólum. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. „Nú stendur yfir hlé í viðræðum síðan fyrir um viku síðan þegar sáttasemjari ákvað það að betra væri að aðilar stigu aðeins upp og hugsuðu málin. Það hefur verið bara pattstaða og mér sýnist í rauninni aðal ástæðan fyrir þessari pattstöðu er bara sú að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa umboð frá sínum yfirboðurum til að semja við kennara sem er mjög leitt,“ segir Guðjón. Frá fundi túnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í gær.Félag framhaldsskólakennara Þetta þyki honum leitt en hann kveðst vona að ný ríkisstjórn leggi sitt af mörkum til að leysa deiluna. „Það fólk sem núna ræður í ríkisstjórn Íslands það var mjög opinskátt um stuðning við deilu kennara og að ætla sér að leysa deiluna. Við höfum ekki fengið neinn ádrátt um þetta í þessu hléi sem er vont. Það er patt, við erum að reyna að tala við fólk um nauðsyn þess að semja og það að við viljum alls ekki fara að grípa til einhverra endurtekinna aðgerða. Þetta var nógu leiðinlegt fyrir áramótin en vont ef að við þurfum að fara að grípa til þessara aðgerða aftur,“ segir Guðjón. Sjá að óbreyttu fram á langvinna baráttu Hann segir að ríkur vilji sé til staðar af hálfu kennara til þess að semja. Trúnaðarmenn félagsins funduðu í gær en Guðjón segir að kollegum hans sé brugðið yfir stöðunni. „Þess vegna var í rauninni ákveðið að við skyldum undirbúa okkur vegna þess að friðarskylda sem hefur verið í gangi í þessa tvo mánuði, desember og janúar, henni lýkur náttúrlega 1. febrúar og það er þá vilji okkar í félaginu að vera vel undirbúin þá og geta keyrt hratt af stað aðgerðir í allmörgum skólum,“ segir Guðjón. Guðjón segir að kennurum sé brugðið yfir þeirri stöðu sem uppi er í kjaradeilunni við ríkið.Félag framhaldsskólakennara Hann kveðst ekki geta sagt til um hvaða skólar yrðu undir í slíkum aðgerðum. Ekki er verið að hugsa um allsherjarverkfall eins og staðan er núna. „En hins vegar yrðu þetta dálítið auknar aðgerðir frá því sem var fyrir áramótin, nokkur hundruð kennarar víða um land. En við viljum ekki gefa upp nöfn þessara skóla fyrr en að atkvæðagreiðslum er í rauninni bara lokið og eins viljum við ekki gefa upp ákveðinn fjölda akkúrat núna, þetta er bara í vinnslu eins og staðan er,“ segir Guðjón. „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa núna en við sjáum bara ekkert annað í stöðunni heldur en að undirbúa okkur fyrir ennþá langvinnari baráttu.“ Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að samtalið sé enn virkt í kjaraviðræðum sambandsins við samninganefnd sveitarfélaga hvað lítur að grunn- og leikskólakennurum. „Það voru þreifingar í morgun og verður fundur á morgun með KÍ og sveitarfélögum hjá sáttasemjara,“ segir Magnús en fundað var einnig í gær. Að óbreyttu munu kennarar leggja niður störf í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum þann 1. febrúar. „Það skiptir bara mjög miklu máli að allir einhendi sér í verkefnið og reyni að finna alla fleti sem mögulega eru til staðar,“ segir Magnús. Samninganefnd ríkisins skorti umboð Á meðan fundir hafa farið fram í vikunni í viðræðum samninganefndar Kennarasambandsins við sveitarfélög er lítill sem enginn gangur í viðræðum við ríkið hvað snýr að framhaldsskólum. Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldsskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. „Nú stendur yfir hlé í viðræðum síðan fyrir um viku síðan þegar sáttasemjari ákvað það að betra væri að aðilar stigu aðeins upp og hugsuðu málin. Það hefur verið bara pattstaða og mér sýnist í rauninni aðal ástæðan fyrir þessari pattstöðu er bara sú að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa umboð frá sínum yfirboðurum til að semja við kennara sem er mjög leitt,“ segir Guðjón. Frá fundi túnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í gær.Félag framhaldsskólakennara Þetta þyki honum leitt en hann kveðst vona að ný ríkisstjórn leggi sitt af mörkum til að leysa deiluna. „Það fólk sem núna ræður í ríkisstjórn Íslands það var mjög opinskátt um stuðning við deilu kennara og að ætla sér að leysa deiluna. Við höfum ekki fengið neinn ádrátt um þetta í þessu hléi sem er vont. Það er patt, við erum að reyna að tala við fólk um nauðsyn þess að semja og það að við viljum alls ekki fara að grípa til einhverra endurtekinna aðgerða. Þetta var nógu leiðinlegt fyrir áramótin en vont ef að við þurfum að fara að grípa til þessara aðgerða aftur,“ segir Guðjón. Sjá að óbreyttu fram á langvinna baráttu Hann segir að ríkur vilji sé til staðar af hálfu kennara til þess að semja. Trúnaðarmenn félagsins funduðu í gær en Guðjón segir að kollegum hans sé brugðið yfir stöðunni. „Þess vegna var í rauninni ákveðið að við skyldum undirbúa okkur vegna þess að friðarskylda sem hefur verið í gangi í þessa tvo mánuði, desember og janúar, henni lýkur náttúrlega 1. febrúar og það er þá vilji okkar í félaginu að vera vel undirbúin þá og geta keyrt hratt af stað aðgerðir í allmörgum skólum,“ segir Guðjón. Guðjón segir að kennurum sé brugðið yfir þeirri stöðu sem uppi er í kjaradeilunni við ríkið.Félag framhaldsskólakennara Hann kveðst ekki geta sagt til um hvaða skólar yrðu undir í slíkum aðgerðum. Ekki er verið að hugsa um allsherjarverkfall eins og staðan er núna. „En hins vegar yrðu þetta dálítið auknar aðgerðir frá því sem var fyrir áramótin, nokkur hundruð kennarar víða um land. En við viljum ekki gefa upp nöfn þessara skóla fyrr en að atkvæðagreiðslum er í rauninni bara lokið og eins viljum við ekki gefa upp ákveðinn fjölda akkúrat núna, þetta er bara í vinnslu eins og staðan er,“ segir Guðjón. „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa núna en við sjáum bara ekkert annað í stöðunni heldur en að undirbúa okkur fyrir ennþá langvinnari baráttu.“
Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira