Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 18. janúar 2025 12:03 Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun