Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 23:51 Ása Steinars er með ríflega 700 þúsund fylgjendur á TikTok, þar af marga frá Bandaríkjunum. aðsend mynd Bann við samfélagsmiðlinum TikTok tekur að óbreyttu gildi í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Íslenskur áhrifavaldur býr sig undir að tapa fjölda fylgjenda en gerir ráð fyrir að notendur streymi inn á aðra miðla í staðinn. TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira