Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 17:30 Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara fór yfir gang mála í kjaradeilu Kennarasambandsins og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Kennarasamband Íslands Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá. Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá.
Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13
Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51