Handbolti

Gapandi hissa á „kata­strófu“ í leik Ís­lands: „Hvaða grín er þetta?“

Aron Guðmundsson skrifar
Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson varð af mikilvægum mínútum í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handbolta í gær. Nafn hans og treyjunúmer flagnaði af treyju hans og engin varatreyja var til reiðu.
Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson varð af mikilvægum mínútum í leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í handbolta í gær. Nafn hans og treyjunúmer flagnaði af treyju hans og engin varatreyja var til reiðu. Vísir/Samsett mynd

Sér­fræðingar Besta sætisins voru gapandi hissa á at­viki sem að kom upp í leik Strákanna okkar við Græn­höfða­eyjar á HM í hand­bolta í gær. Nú­merið og nafn Sveins Jóhans­sonar, línu­manns Ís­lands, flagnaði af treyjunni hans og ekki var vara­treyja til reiðu sem olli því að Sveinn mátti ekki spila síðasta stundar­fjórðung leiksins.

„Kata­strófa,“ segir Einar Jóns­son, sér­fræðingur Besta sætisins um málið. „Sveinn Jóhanns­son kemur þarna inn á en spilar ekki síðasta korterið af því að hann var ekki með treyju. Við erum á HM. Ég veit ekki hverjum er um að kenna. Þeir eru varla bara með eitt sett af treyjum? Hann hlýtur að vera með auka treyju. Hvað ef það hefði komið blóð í treyjuna? Nú­merið flagnar af og nafnið hans. Og hvað? Er bara ein treyja sem Sveinn Jóhanns­son er með á þessu móti? Af hverju fór enginn inn í klefa og sótti nýja treyju? Var hún uppi á hóteli? Hvaða grín er þetta?“

Sveinn var kallaður inn í lands­liðs­hópinn á elleftu stundu í stað Arnars Freys Arnars­sonar sem meiddist í æfingar­leik gegn Svíum í að­draganda mótsins.

„Staðan hlýtur bara að hafa verið þannig að það var bara ein treyja klár,“ bætti Ás­geir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Besta sætisins og fyrrverand landsliðsmaður, við. „Og þá spyr maður sig, þetta er þrjátíu og fimm manna hópur sem að Snorri velur til að vera klár fyrir HM. Þeir hljóta að vera með ein­hverjar ráð­stafanir ef það þarf að taka ein­hvern mann inn í hópinn varðandi treyjur. Þetta voru dýr­mætar mínútur, þetta skiptir máli.“

Ann. Nýjasti leikmaður Íslands? Hér má sjá hvernig treyja Sveins leit út um miðbik síðari hálfleiks í leik gærkvöldsinsSkjáskot

Einar tók undir það að þarna hafi farið dýr­mætar mínútur í súginn hjá Sveini

„Ýmir spilar 55 mínútur í þessum leik. Elliði fær rautt og Sveinn má ekki spila út af þessari treyju. Hann var inn á í fimm mínútur eða eitt­hvað. Maður hefði viljað sjá Ými blása aðeins inn á milli og á sama tíma að Sveinn fengi ein­hverjar mínútur inn á parketinu úr því að Elliði datt út. Þetta hefðu verið dýr­mætar mínútur fyrir Svein. Nei, nei þá er ekki til treyja. Það eru ekki bara stuðnings­menn Ís­lands sem fá ekki lands­­, leik­menn geta ekki gengið að þeim vísum heldur. Það eru allir treyju­lausir á Ís­landi.“

Og á Einar þar við stöðuna sem upp kom fyrir HM þar sem að illa hefur gengið fyrir stuðnings­fólk Ís­lands að fá nýju lands­­ frá Adidas.

Örvar Ru­dolfs­son hjá Sport­mönnum, inn­flutningsaðila Adidas á Ís­landi, sagðist í sam­tali við Vísi í síðustu viku engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu.

„Það að treyjurnar séu ekki komnar er af­skap­lega leitt. Allir hlutað­eig­andi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frá­gengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sport­menn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sam­bandsins við Adidas Global.

Hlusta má á uppgjör Besta sætisins á leik Íslands og Grænhöfðaeyja hér fyrir neðan. Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×