Innlent

Þrjá­tíu ár liðin frá harm­leiknum í Súða­vík

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um það að þrjátíu ár eru í dag liðin frá harmleiknum í Súðavík þegar stórt snjóflóð féll á bæinn snemma að morgni.

Minningarstundir eru fyrirhugaðar í kvöld og við ræðum við sveitarstjórann sem segir að atburðurinn skilgreini samfélagið á ákveðinn hátt.

Þá fjöllum við áfram um dóminn um Hvammsvirkjun sem féll í gær og heyrum í framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem segir málið grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag.

Að auki segjum við frá launadeilu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem er að harðna og verkfallsaðgerðir ekki útilokaðar.

Í íþróttunum er það svo að sjálfsögðu fyrsti leikur Íslendinga á HM í handbolta sem er framundan í kvöld sem fær mesta plássið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×