Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 18:44 Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að konur í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum hafi ekki vitað af manni sem kom inn í klefann til að gera við klósettrúllustand. Vísir/Egill Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“ Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“
Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira