Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar 15. janúar 2025 13:45 Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Bíó og sjónvarp Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar