Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar 15. janúar 2025 13:45 Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Bíó og sjónvarp Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar