Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:44 Benedikta segir að þetta mál hafi reynst Seyðfirðingum afar þungt og erfitt og að það hafi orðið persónulegra þegar sjókvíaeldisfyrirtækið hóf að ráða fólk í vinnu á svæðinu. Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“ Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“
Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32
Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42