Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. janúar 2025 12:44 Benedikta segir að þetta mál hafi reynst Seyðfirðingum afar þungt og erfitt og að það hafi orðið persónulegra þegar sjókvíaeldisfyrirtækið hóf að ráða fólk í vinnu á svæðinu. Félag um vernd Seyðisfjarðar segja að ögurstund sé runnin upp og hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að veita ekki leyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þegar hafa 3387 skrifað ritað nafn sitt á listann. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“ Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna er til 20. janúar næstkomandi. Í ljósi þessa setti VÁ - félag um vernd fjarðar, af stað undirskriftasöfnun þar sem biðlað er til nýrrar ríkisstjórnar um að stöðva áformin. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir fer fyrir félaginu. „Nú er náttúrulega bara komið að ögurstundu í Seyðisfirði af því að núna rétt fyrir jól þá setti MASTþennan leyfisveitingavagn af stað. Við vorum mjög vongóð af því að nýja ríkisstjórnin hafði í raun gefið það út að hún myndi vilja stöðva þessa leyfisveitingu í Seyðisfirði en áður en hún komst að þá var ferlið sett af stað þannig að það er auðvitað ekkert annað að gera. Ný ríkisstjórn er tekin við og við höfum þá von að hún muni taka þessu alvarlega og standa við það sem hún hefur gefið út.“ Benedikta segir andrúmsloftið í bænum þungt vegna málsins. „Svona mál eru erfið fyrir lítil samfélög og sjókvíaeldisfyrirtækið hefur þegar auglýst störf og ráðið fólk og það hefur gert þetta mál auðvitað aðeins persónulegra á Seyðisfirði. Auðvitað viljum við öll að fólk hafi vinnu á Seyðisfirði en þetta er alltaf spurning hverju við fórnum fyrir örfá störf og þegar hlutirnir verða svona persónulegir eins og sjókvíaeldisfyrirtækið lét verða með þessum ráðningum, með því að borga laun inn í samfélagið, þá varð þetta mál held ég mun erfiðara.“ Þegar hafa um 3387 ritað nafn sitt á listann. „Meirihluti landsmanna er neikvæður gagnvart þessum áformum og við teljum bara nauðsynlegt að ný ríkisstjórn fái sterkt umboð og við hvetjum alla til að skrifa sig á þennan undirskriftalista sem er aðgengilegur inni á heimasíðunni okkar, váfelag.is.“
Sjókvíaeldi Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32 Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07 Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar hefur núna staðið í heil fjögur ár. Meirihluti íbúa hefur barist fyrir því að hagsmunir samfélagsins og náttúrunnar séu settir í forgang, en ávallt virðast sérhagsmunir sjókvíaeldis eiga að ráða. 13. janúar 2025 13:32
Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. 13. desember 2024 13:07
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42