Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 11:44 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Póllandi þar sem hann hefur átt í viðræðum við Donald Tusk, forsætisráðherra. AP/Czarek Sokolowski Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árásina í morgun. Hann sagði hana hafa verið umfangsmikla og benti á að nú væri hávetur og að skotmörk Rússa væru þau sömu og áður. Orkuinnviðir. „Meðal skotmarka þeirra voru gas og orkuinnviðir sem viðhalda eðlilegu lífi okkar fólks,“ sagði Selenskí. Hann sagði einnig að orkukerfið væri enn standandi, ef svo má segja, en sagði mikilvægt að styrkja loftvarnir Úkraínu. Það hefur verið í forgangi í Kænugarði um langt skeið. Selenskí sagði að Úkraína ætti enn eftir að fá loftvarnarkerfi sem þeim hefði verið lofað. Þá væru yfirstandandi viðræður um leyfi til að framleiða þessi kerfi og flugskeyti í þau í Úkraínu. „Þetta er bæði raunhæft og nauðsynlegt að fá í gegn.“ Another massive Russian attack. It's the middle of winter, and the target for the Russians remains unchanged: our energy infrastructure. Among their objectives were gas and energy facilities that sustain normal life for our people. Over 40 missiles were launched in this attack,…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 15, 2025 Herforingjaráð Úkraínu segir að þrjátíu eldflaugar hafi verið skotnar niður og 47 drónar. Úkraínumenn gerðu í fyrrinótt umfangsmiklar árásir í nokkrum héruðum Rússlands. Úkraínumenn nota að mestu jarðgas til að hita heimili sín og til að elda mat. Stærstu gasgeymslur ríkisins eru í vesturhluta landsins en Reuters hefur eftir ríkisstjóra Lviv að árásin hafi valdið skaða á orkuinnviðum þar. Rússar hafa gert tíðar árásir á orkuinnviði Úkraínu um langt skeið. Þær hafa dregið verulega úr orkuframleiðslu í ríkinu og er rafmagnsleysi algengt víðsvegar um landið. Reynt hefur verið að bæta fyrir framleiðsluskortinn með ljósavélum, sólarsellum og öðrum leiðum og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14. janúar 2025 13:41
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31