Tvö geimför á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 10:05 Falcon 9 eldflaug SpaceX skotið á loft með tvö tunglför innanborðs. AP/John Raoux Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel. Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse. Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse.
Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira