Tvö geimför á leið til tunglsins Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 10:05 Falcon 9 eldflaug SpaceX skotið á loft með tvö tunglför innanborðs. AP/John Raoux Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel. Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse. Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Geimförin voru send af stað með Falcon 9 eldflaug SpaceX, sem flaug svo aftur til jarðar og lenti á drónaskipinu Just read the instructions. A Falcon rocket lifts off from pad 39A in Florida for the 100th time! pic.twitter.com/aIQXrQFEux— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Prufukeyra tækni fyrir mannaðar ferðir Annað lendingarfarið er á vegum bandaríska fyrirtækisins Firefly Aerospace og heitir Blue Ghost. Því er ætlað að lenda á yfirborði tunglsins 2. mars. Lendingarstaðurinn er nærri fjallinu Mons Latreille, sem finna má á basaltsléttunni Mare Crisium. Fyrst mun það þó vera nærri því mánuð á braut um jörðina, áður en það fer af stað til tunglsins. Þar mun það einnig vera í nokkurn tíma á sporbraut áður en það að á lenda á yfirborðinu. Blue Ghost á að nota til rannsókna á tunglinu og til að prufukeyra tækni fyrir væntanlegar mannaðar geimferðir til tunglsins. Deployment of @Firefly_Space’s Blue Ghost lunar lander confirmed pic.twitter.com/6HpA2Xl7cM— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Í yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að geimfarið muni bora í yfirborð tunglsins og vera notað til að kanna tækni varðandi staðsetningarbúnað á tunglinu, geislunarþolinn tölvubúnað og leiðir til að forðast uppsöfnun tunglryks. Tilkynnt var desember að annað geimskot Artemis-áætlunarinnar eigi að fara fram í apríl 2026. Þá á að senda hóp geimfara á braut um tunglið en til stendur að lenda geimförum á tunglinu um mitt ár 2027. Sjá einnig: Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Einnig er vonast til þess að gögn frá geimfarinu geti svarað spurningum um áhrif geimveðurs á aðstæður hér á jörðinni. Með lítið hús til tunglsins Hitt geimfarið er á vegum japanska fyrirtækisins ispace og ber nafnið Resilience. Það mun vera nokkuð lengur á leiðinni til tunglsins og á að lenda þar eftir fjóra til fimm mánuði. Um borð í Resilience er lítil tungljeppi sem kallast Tenacious en hann á að nota til að safna tunglryki. Geimfarið ber einnig ýmsan vísindabúnað. Deployment of the @ispace_inc RESILIENCE lunar lander confirmed pic.twitter.com/ep3N05MkTm— SpaceX (@SpaceX) January 15, 2025 Þetta verður í annað sinn sem starfsmenn ispace reyna að lenda geimfari á yfirborði tunglsins. Það reyndu þeir síðast í apríl 2023 en hugbúnaðargalli leiddi til þess að lendingarfarið slökkti á hreyflum sínum hátt yfir yfirborði tunglsins og brotlenti því með tilheyrandi látum. Vísindabúnaðurinn um borð í Resilience er samkvæmt frétt SpaceNews frá japönskum fyrirtækjum og háskóla í Taívan. Þá er einnig um borð oggulítið hús sem hannað var af Mikael Genberg, sænskum listamanni, og ber nafnið Moonhouse.
Bandaríkin Tunglið Geimurinn Japan Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira