Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2025 09:15 Heiti Bandidos letrað á framgafall mótorhjóls. Samtökin eru virk víða um lönd með fjölda undirdeilda. Dönsk stjórnvöld ætla að sýna fram á að um ein skipulögð glæpasamtök sé að ræða. Vísir/Getty Réttarhöld hófust í Kaupmannahöfn í morgun þar sem saksóknarar fara fram á að dómari leysi upp mótorhjólagengið Bandidos. Lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi þess í fyrra. Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos. Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Málatilbúnaður ákæruvaldsins byggist á því að stjórnarskrá Danmerkur heimili að samtök sem upphefji eða æsi til ofbeldis séu leyst upp. Meðlimir mótorhjólagengisins hafa verið sakfelldir fyrir fjölda ofbeldisbrota, þar á meðal morð, tilraunir til manndráps og líkamsárásir. Gengi eins og Bandidos samanstanda af fjölda staðbundinna undirdeilda eða hópa. Danska ríkisútvarpið segir að saksóknarar þurfi að sýna fram á að Bandidos séu ein skipulögð samtök. Til þess muni þeir leggja fram fjölda skjala sem lögregla hefur lagt hald á við húsleit hjá glæpagenginu, þar á meðal samþykktir, fundargerðir og samstarfssamninga. Þá eru saksóknarar sagðir ætla að vísa til þess aragrúa sakadóma sem meðlimir gengisins hafi hlotið í gegnum tíðina til þess að sýna fram á að samtökin hafi glæpsamlegan tilgang þar sem ofbeldi er hluti af daglegri starfsemi. Lasse Boje, yfirmaður efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar, þegar hann tilkynnti að starfsemi Bandidos hefði verið bönnuð tímabundið í maí 2024.Vísir/EPA Danska lögreglan lagði tímabundið bann við starfsemi Bandidos með sömu rökum í maí. Starfsemi samtakanna og háttsemi félaga þeirra væru ógn við líf og öryggi borgaranna og allsherjarreglu. Bannið þýddi að bandítarnir máttu ekki nota félagsheimili sín, halda fundi eða bera merki samtakanna opinberlega. Danska deild Bandidos var stofnuð árið 1993. Ellefu manns féllu og hátt í hundrað særðust í stríði þeirra við annað mótorhjólagengi, Vítisengla, í allri Skandinavíu þremur árum síðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttarhöldin nú eru sögð taka 38 daga og gæti niðurstaða legið fyrir í ágúst. Á meðal vitna sem eiga að koma fyrir dóminn eru félagar í Bandidos.
Danmörk Erlend sakamál Bifhjól Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila