„Fannst við eiga vinna leikinn” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 14. janúar 2025 22:02 Þorleifur var ekki sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Grindavík tapaði fyrir Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-82. Þorleifur Ólafsson þjálfari liðsins var svekktur með tapið eftir leik þar sem þær köstuðu frá sér forystu á loka mínútum leiksins. „Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.” Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira
„Keflavík steig upp í restina og hitti úr góðum skotum og við vorum í erfiðleika með að skora og búa okkur til færi. Þannig þetta er svekkjandi.” Grindavík er á botni deildarinnar með þrjá sigra og mættu í dag Keflavíkur liði sem er á hinum enda töflunnar. Það hlýtur þá að vera ýmislegt jákvætt hægt að taka úr leik sem var svona jafn. „Mér fannst við eiga vinna leikinn en það bara tókst ekki. Við spiluðum bara virkilega vel í svona 38 mínútur. Þetta er bara leikur af ‘rönnum’, þær voru bara svolítið sterkar á svellinu og við ekki. Við erum komin með frekar nýtt lið í hendurnar og erum enn að slípa okkur saman. Framhaldið lítur bara vel út og ég er bara mjög bjartsýnn.” Daisha Bradford átti stórleik fyrir Grindavík þar sem hún setti 34 stig og var með 16 fráköst. Þorleifur er ánægður með hana þrátt fyrir að sumt má enn fara betur. Daisha Bradford í harðri baráttu við leikmenn Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er ánægður með hana en Anna Ingunn má ekki taka skotið og hún var að dekka hana í restina, hún fékk tvö galopin skot. Þannig við getum sagt að hún vann næstum því leikinn en tapaði honum næstum því líka. Sóknarlega og sem karakter er hún frábær en þetta er liðs íþrótt og við þurfum að standa okkur báðum megin á vellinum. Það er geggjað að fá loksins leikmann sem er til í að spila og vera með okkur og ekki vera með eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún er klár, hún á eftir að verða betri og slípa sig betur inn í liðið. Við verðum bara stórhættulegar þegar úrslitakeppnin byrjar.” Þrátt fyrir að Grindavík sé á botni deildarinnar þá telur Þorleifur að þær eiga enn möguleika að komast í úrslitakeppnina. „Í upphafi tímabils þá ætluðum við að vinna þetta allt saman, það hefur ekki gengið upp. Það er sem betur fer nóg eftir og við getum rifið okkur upp. Við getum samt ekki verið að tapa svona leikjum ef við ætlum ofar, við þurfum að vinna til að fara ofar og það er planið.”
Körfubolti Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Sjá meira