Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 13:33 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, ríður feitum hesti frá mánaðarmótunum sé litið til þess sem hið opinbera er að borga henni í laun. vísir/vilhelm RÚV greindi frá því nú rétt í þessu að borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nýafstöðnum kosningum fengu hver um sig hátt í fimm milljóna króna launagreiðslur um mánaðamótin. Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin. Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV var það oddviti Flokks fólksins sem fékk hæstu greiðslurnar. Þing er ekki komið saman en nýkjörnir þingmenn fengu engu að síður greidd laun um síðustu mánaðamót. Og það sem meira er, þingmennirnir fengu raunar tvöfalda launagreiðslu nú þegar nýtt ár gekk í garð því Alþingi greiddi afturvirk laun fyrir desembermánuð og framvirk fyrir janúar. „Þingfararkaup alþingismanna er rúmlega 1525 þúsund krónur.“ Í fréttinni kemur fram að tveir borgarfulltrúar og einn varaborgarfulltrúi hafi verið kjörnir til þings í nýafstöðnum kosningum en þeir hafi ekki beðist lausnar í borginni. Því fengu þeir fullar launagreiðslur bæði frá borginni og Alþingi. Í samantektinni kemur fram að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, hafi verið launahæst borgarfulltrúanna, með 1650 þúsund krónur í laun á mánuði frá Reykjavíkurborg. „Með þingfararkaupinu hljóða laun hennar upp á tæplega 3,2 milljónir króna, og þegar framvirkt þingfararkaupið bætist við eru það um 4,7 milljónir króna.“ Á hæla henni koma svo þeir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sem var með 1550 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá borginni sem þýðir um 4,6 milljónir króna frá hinu opinbera í janúar. Og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar má vel við una. Hann var með um 1140 þúsund krónur í laun frá Reykjavíkurborg og fékk því tæpar 4,2 milljónir í laun um mánaðamótin.
Rekstur hins opinbera Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira