Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Lovísa Arnardóttir skrifar 14. janúar 2025 11:01 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir Dani og Norðmenn borga miklu minna en Íslendinga fyrir greiðslumiðlun, enda sé innlend greiðslumiðlun í báðum löndum. Vísir/Arnar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir áríðandi að innlendri greiðslumiðlun verði komið upp á Íslandi. Breki fór yfir stöðuna hvað þetta varðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjallað hefur verið um málið um árabil og sem dæmi ræddi Breki sama mál í Bítinu fyrir um þremur árum. Hann segir lítið hafa gerst síðan en það sem hafi breyst er að hættan sem steðji að þjóðaröryggi okkar hefur aukist. „Núna er raunveruleg hætta á að við missum tengsl okkar við útlönd. Að kaplarnir okkar verði skornir í sundur eins og á Eystrasaltinu og það er ný heimsmynd sem blasir við okkur,“ segir Breki og það þurfi að taka mið af því. Þær greiðslumiðlanir sem starfa á Íslandi eru Visa og Mastercard. Breki segir kostnað við rekstur þeirra um 50 milljarða árlega. Til samanburðar hafi kostað um 7 og hálfan milljarð að byggja Eddu, hús íslenskunnar, og áætlaður kostnaður við nýjan Landspítala 210 sé milljarðar. „Þetta eru stórar upphæðir og það sem er áhugavert er að í samanburði við önnur lönd er þetta miklu meira,“ segir Breki. Upphæðin sé um eitt prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Sambærilegt hlutfall í Noregi sé um 0,8 prósent og 0,5 prósent í Danmörku. Hann segir hluta af þessum aukna kostnaði vera gjaldmiðilinn. Krónan sé lítil og það sé kostnaður við það. Annað sé að hin löndin séu með sinn eigin greiðslumiðil. Danir séu með Dankort og Norðmenn BankAxept. Sjá einnig: Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur „Það sem er áhugavert í þessu er að þegar við kaupum eitthvað með korti á Íslandi þá þarf það að fara með leiðslum til útlanda. Þar er gert upp og svo kemur það til baka til Íslands,“ segir Breki og þannig þurfi Íslendingar að reiða sig á netkaplana til að geta greitt með korti. Breki segist ekki vita hver kostnaður yrði við innlenda greiðslumiðlun en hún ætti að nálgast það sem er í Danmörku eða Noregi. Það verði alltaf einhver kostnaður við að færa til peninga og það kosti meira að segja að færa til reiðufé. „Kostnaður heimilanna við reiðufé er um 600 milljónir á ári,“ segir Breki. Það sé til dæmis vegna úttektar í hraðbönkum. Samfélagslegur kostnaður sé um fimm milljarðar sem megi rekja til þess að það þarf að prenta peningana og slá í myntina og geyma hana. Sjá einnig: Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani „Það er ekkert ókeypis að nota reiðufé þó að það sé að einhverju leyti hagstæðara.“ Breki segir boltann í þessu máli hjá Seðlabankanum. Þar sé verið að vinna mikið starf við að finna hvaða valmöguleikar séu bestir. Breki segir alls konar lausnir í boði, það sé BNPL (Buy now, pay later) eins og Kass og Síminn Pay en langflestir greiði fyrir sín kaup með því að nota greiðslukort. Þá sé til eitthvað sem heitir Blikk sem er „fyrsta greiðslulausnin á Íslandi sem byggir alfarið á millifærslum í rauntíma,“ samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins og að færslurnar fari beint frá reikningi til reiknings án þess að nota milliliði eins og Visa eða Mastercard. „Það þarf bara að taka ákvörðun,“ segir Breki. Neytendur Greiðslumiðlun Bítið Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir áríðandi að innlendri greiðslumiðlun verði komið upp á Íslandi. Breki fór yfir stöðuna hvað þetta varðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjallað hefur verið um málið um árabil og sem dæmi ræddi Breki sama mál í Bítinu fyrir um þremur árum. Hann segir lítið hafa gerst síðan en það sem hafi breyst er að hættan sem steðji að þjóðaröryggi okkar hefur aukist. „Núna er raunveruleg hætta á að við missum tengsl okkar við útlönd. Að kaplarnir okkar verði skornir í sundur eins og á Eystrasaltinu og það er ný heimsmynd sem blasir við okkur,“ segir Breki og það þurfi að taka mið af því. Þær greiðslumiðlanir sem starfa á Íslandi eru Visa og Mastercard. Breki segir kostnað við rekstur þeirra um 50 milljarða árlega. Til samanburðar hafi kostað um 7 og hálfan milljarð að byggja Eddu, hús íslenskunnar, og áætlaður kostnaður við nýjan Landspítala 210 sé milljarðar. „Þetta eru stórar upphæðir og það sem er áhugavert er að í samanburði við önnur lönd er þetta miklu meira,“ segir Breki. Upphæðin sé um eitt prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Sambærilegt hlutfall í Noregi sé um 0,8 prósent og 0,5 prósent í Danmörku. Hann segir hluta af þessum aukna kostnaði vera gjaldmiðilinn. Krónan sé lítil og það sé kostnaður við það. Annað sé að hin löndin séu með sinn eigin greiðslumiðil. Danir séu með Dankort og Norðmenn BankAxept. Sjá einnig: Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur „Það sem er áhugavert í þessu er að þegar við kaupum eitthvað með korti á Íslandi þá þarf það að fara með leiðslum til útlanda. Þar er gert upp og svo kemur það til baka til Íslands,“ segir Breki og þannig þurfi Íslendingar að reiða sig á netkaplana til að geta greitt með korti. Breki segist ekki vita hver kostnaður yrði við innlenda greiðslumiðlun en hún ætti að nálgast það sem er í Danmörku eða Noregi. Það verði alltaf einhver kostnaður við að færa til peninga og það kosti meira að segja að færa til reiðufé. „Kostnaður heimilanna við reiðufé er um 600 milljónir á ári,“ segir Breki. Það sé til dæmis vegna úttektar í hraðbönkum. Samfélagslegur kostnaður sé um fimm milljarðar sem megi rekja til þess að það þarf að prenta peningana og slá í myntina og geyma hana. Sjá einnig: Greiðslumiðlun kosti Íslendinga þrisvar sinnum meira en Dani „Það er ekkert ókeypis að nota reiðufé þó að það sé að einhverju leyti hagstæðara.“ Breki segir boltann í þessu máli hjá Seðlabankanum. Þar sé verið að vinna mikið starf við að finna hvaða valmöguleikar séu bestir. Breki segir alls konar lausnir í boði, það sé BNPL (Buy now, pay later) eins og Kass og Síminn Pay en langflestir greiði fyrir sín kaup með því að nota greiðslukort. Þá sé til eitthvað sem heitir Blikk sem er „fyrsta greiðslulausnin á Íslandi sem byggir alfarið á millifærslum í rauntíma,“ samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins og að færslurnar fari beint frá reikningi til reiknings án þess að nota milliliði eins og Visa eða Mastercard. „Það þarf bara að taka ákvörðun,“ segir Breki.
Neytendur Greiðslumiðlun Bítið Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira