Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 08:56 Mynd frá Reykjavíkurborg sýnir hvernig Öskjuhlíð gæti litið út eftir að búið væri að fella öll tré innan aðflugsflatarins, um 2.900 tré. Reykjavíkurborg Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Reykjavíkurborg annars vegar og Samgöngustofa og Isavia hins vegar hafa þrætt um örlög þúsunda trjáa í Öskuhlíð sem síðarnefndu stofnanirnar segja að verði að fella til þess að tryggja flugöryggi Reykjavíkurflugvallar um nokkurt skeið. Samgöngustofa tilkynnti ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, fyrir helgi að loki skyldi annarri tveggja flugbrauta sem allra fyrst vegna þess að borgin hefði ekki fellt trén sem um ræðir. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, furðaði sig á þeirri skipun á föstudag sem hefði verið gefin án þess að borgin fengi tækifæri til þess að eiga samtal við Samgöngustofu áður. Borgin hefði ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella tré umfram þau sem hefðu farið upp fyrir lögbundinn hindrunarflöt alþjóðaflugreglna. Borgin hefði þegar fellt öll þau tré en síðar hefði komið í ljós að nýjar hæðarmælingar á trjánum hefði skort. Þá hafi komið í ljós að fella þyrfti nokkur tré. Sagði Einar borgina tilbúna að gera það undir eins. „En þeirra krafa er að fella 1.400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ sagði Einar sem taldi engan rökstuðning liggja fyrir nauðsyn þess að högga svo mörg tré. Ekki skilað fullnægjandi árangri Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Samgöngustofa að ISAVIA og Reykjavíkurborg hafi átt í samráði um langt skeið og að Einar núverandi borgarstjóri hafi fengið minnisblað í júlí 2023 þar sem lýst hafi verið áhyggjum af öryggisógn sem stafi af trjánum. Töluverð samskipti hafi átt sér stað síðan. „Svo málið ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í svarinu. Þrátt fyrir vilja og eftirfylgni hafi samráðið ekki skilað fullnægjandi árangri. Reykjavíkurborg sagði sumarið 2023 að hún hefði fengið kröfu frá ISAVIA um að hátt í þrjú þúsund tré yrðu felld í Öskjuhlíð, um þriðjungur skógarins þar, en til vara 1.200 hæstu trén. Á sama tíma sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innalandsflugvalla hjá ISAVIA, að borgin hefði ár til þess að fella trén. Skipunin byggð á mati ISAVIA sjálfs Samgöngustofa hafi byggt skipun sína um lokun flugbrautanna í síðustu viku á mati ISAVIA sem beri ábyrgð á að vakta umhverfi flugvallarins. Hlutverk Samgöngustofu sé að sjá til þess að farið sé eftir skipulagsreglum flugvallarins sem voru settar til að tryggja flugöryggi árið 2009. Samkvæmt þeim megi ekkert vera í vegi að- og brottflugs af flugvellinum. Ástæða þess að gerð sé krafa um að trén verði felld nú sé sú að þau hafi vaxið upp í einn svokallaðan hindrunarflöt. „Með öðrum orðum, þá eru sum trén á ákveðnu svæði orðin hættulega stór gagnvart flugtaki og lendingu á flugbraut 31/13. Við því þarf að bregðast,“ segir í svarinu.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira