Að minnsta kosti 24 látnir Sunna Sæmundsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 13. janúar 2025 22:07 Unnið er hörðum höndum að því að slökkva eldana. EPA-EFE/ALLISON DINNER Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir. „Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vill“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
„Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vill“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira