Viðskipti innlent

Tölvuárásin til rann­sóknar og enn unnið að við­gerð

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tölvukerfi Toyota á Íslandi lágu niðri í dag. 
Tölvukerfi Toyota á Íslandi lágu niðri í dag.  Vísir/Vilhelm

Tölvuárásin sem gerð var á Toyota á Íslandi í nótt er til rannsóknar hjá starfsmönnum Syndis, OK og tölvudeild Toyota. Enn er unnið að því að byggja tölvukerfin upp á ný og fyrirbyggja frekari skaða. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota. Fram kemur að samkvæmt lögum hafi Persónuvernd verið tilkynnt um um árásina og CERT-IS verið upplýst um atvikið.

Gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana samkvæmt viðbragðsáætlun og tölvukerfin aftengd um leið og ljóst var um árásina.

Vinna við að rannsaka árásina og byggja kerfið upp á ný gangi vel en sé ekki lokið. Upplýsingar verði veittar eftir því sem verkinu vindur fram.


Tengdar fréttir

Líkleg tölvuárás á Toyota

Tölvukerfi Toyota á Íslandi liggja niðri en talið er að árás hafi verið gerð á kerfin aðfaranótt mánudags. Unnið er að viðbrögðum í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×