Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Ferðafélag Íslands og Páll Guðmundsson 15. janúar 2025 08:40 Mikilvægt er fyrir göngufólk sem stundar vetrarfjallamennsku að huga vel að öryggismálum. Myndabanki FÍ Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands Mikilvægt er fyrir göngufólk sem stundar vetrarfjallamennsku að huga vel að öryggismálum og tryggja öryggi í ferðum eins og hægt er. Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið áhættumat fyrir gönguleiðir og er þeirri vinnu haldið áfram. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir. Helstu áhættur í vetrarferðum fyrir göngufólk eru þessar: Hætta á að hrasa – renna í hálku Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku Hætta á að hrapa fram af fjallsbrúnum / klettum Hætta á að villast Hætta á að lenda í óveðri Hætta á að verða blautur – kaldur verða fyrir ofkælingu – krókna Hætta á að falla í gegnum ís á vatni Hætta á að lenda í steinkasti /snjóflóði / aurskriðum Hætta á að verða sambandslaus Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að maður er vanbúinn / illa búinn Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig / verða uppgefinn Hætta á ofþornun og næringarleysi. Hætta á að komast ekki í skjól. Hér hafa verið nefndar aðstæður sem göngufólk getur lent í þegar vetrarferðir eru stundaðar. Þetta er ekki tæmandi listi yfir hættulegar aðstæður. Aðstæður í vetrarferðum eru yfirleitt mun meira krefjandi en að sumri, og það sama má segja um ferðir að hausti og vori. Harðfæri getur verið varhugavert í fjallaferðum.Myndabanki FÍ Góður undirbúningur grundvallaratriði Mikilvægt er að undirbúa sig vandlega fyrir hverja ferð og meðal annars: Afla upplýsinga um aðstæður á leiðinni, t.d. snjóalög, hálku, aurbleytu, vatnsföll eða annað og ekki fara í ferðina nema aðstæður séu viðráðanlegar. Fylgjast með veðurspá fyrir ferð – sé veðurspá slæm og gert ráð fyrir meira vindhraða en 16 metrum á sekúndu er rétt á fresta ferð eða breyta. Rétt er að hafa í huga að veður breytist hér á landi á örskammri stundu. Þá er veður til fjalla yfirleitt mun verra en í byggð. Athuga hvort snjóflóðahætta sé á viðkomandi leið og tryggja að þátttakendur eigi ekki á hættu að lenda í snjóflóði. Vanda leiðaval og forðast snjóflóðaaðstæður. Gott er að kanna spár á vedur.is Mikilvægt er að fara yfir búnað sem þarf til hverrar ferðar miðað við aðstæður og tryggja að allir séu rétt búnir. Ef farið er í ferð þar sem von getur verið á snjóflóðahættu er nauðsynlegt að hafa skóflu, snjóflóðastöng og snjóflóðaýli og þekkingu til að nota slíkan búnað. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir.Myndabanki FÍ Fatnaður skiptir máli Nauðsynlegur búnaður í allar vetrarferðir eru: sokkar og nærfatnaður úr ull er eða gerviefnum, gott millilag t.d. flís eða stretch eða ull og góður hlífðarfatnaður, jakki og buxur, vind og vatnsheldur. Þá er nauðsynlegt að vera með húfu og vettlinga. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir, helst háir, með góðri styrkingu yfir ökla og grófum botni. Legghlífar er oft gott að hafa. Gott ef hafa hálkubrodda til að varna því að renna og detta í hálku. Hálkubrodda á aðeins að nota þar sem ekki er hætta á að renna af stað því þeir duga skammt í brattari brekkum og krefjandi aðstæðum og veita þar falskt öryggi. Kunna þarf að fara með ísexir og brodda Ef leið liggur um jökla, brattlendi eða klettabelti er nauðsynlegt að hafa ísöxi og kunnáttu í að stoppa sig með henni ef fólk rennur að stað. Ísbrodda (jöklabrodda) þarf að nota ef aðstæður í brekkum eru þannig að hætta er á að renna af stað ef fólk dettur, brekkur eru með hörðum snjó eða ís, grjót eða klettar eru fyrir neðan. Ef farið er á ísbrodda þá þarf viðkomandi alltaf að hafa ísexi í hendi og kunna að nota hana. Fjallalínur og öryggisbelti getur þurft að nota á erfiðum gönguleiðum að vetrarlagi. Ef gengið er á jökla skal ávallt nota öryggisbelti, fjallalínur sem og hafa ísbrodda og ísexi til taks. Mikilvægt er að hafa gps tæki og kunnáttu til að vinna með tækið. Áttavita og kort þarf að hafa meðferðis og kunnáttu í notkun. Göngustafir eru góðir og veita stuðning í ákveðnum aðstæðum. Nauðsynlegt er að hafa hlaðinn gsm síma með í ferð. Aldrei skal vera einn á ferð í vetraraðstæðum. Láttu vita af ferðum þínum og áætlaða heimkomu. Gott er að nota safetravel.is Mikilvægt er að hafa bakpoka með auka hlífðarfatnaði t.d. sokkar, höfuðbuff, vettlingar. peysa eða dúnúlpa, sjúkrapoka, nestisbita vatn og heitt á brúsa. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttuMyndabanki FÍ Blaut föt og kuldi hættuleg blanda Gott er að kaldstarta sem kallað er, þ.e. vera ekki of mikið klæddur í upphafi og hafa frekar fatnað í bakpoka. Göngumaður er mjög fljótur að ganga sér til hita en um leið þarf að varast að svitna. Blaut föt og kuldi eru hættuleg göngumanni. Þess vegna er mikilvægt að vera í fatnaði sem andar eða tekur ekki í sig raka. Mikilvægt er að stoppa eftir 15 – 20 min. göngu og hagræða fatnaði eftir þörfum. Göngur og fjallaferðir að vetrarlagi eru í eðli sínu meira krefjandi vegna færis og veðurs. Skoða þarf veðurspár og huga að snjóalögum og aðstæðum. Mikilvægt er að lesa og fræðast um vetrargönguferðir og vetrarfjallamennsku og auka þannig þekkingu sína. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttu. Eins er gott að læra af reyndari fjallamönnum og byggja upp reynslu sína og þekkingu. Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar bjóða upp á námskeið í vetrarfjallamennsku, og einnig t.d. snjóflóðanámskeið og námskeið í ísaxarbremsu og mörg fleiri sem fræðast má um á fi.is Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjallamennska Heilsa Jöklar á Íslandi Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fleiri fréttir Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Sjá meira
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands Mikilvægt er fyrir göngufólk sem stundar vetrarfjallamennsku að huga vel að öryggismálum og tryggja öryggi í ferðum eins og hægt er. Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið áhættumat fyrir gönguleiðir og er þeirri vinnu haldið áfram. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir. Helstu áhættur í vetrarferðum fyrir göngufólk eru þessar: Hætta á að hrasa – renna í hálku Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku Hætta á að hrapa fram af fjallsbrúnum / klettum Hætta á að villast Hætta á að lenda í óveðri Hætta á að verða blautur – kaldur verða fyrir ofkælingu – krókna Hætta á að falla í gegnum ís á vatni Hætta á að lenda í steinkasti /snjóflóði / aurskriðum Hætta á að verða sambandslaus Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að maður er vanbúinn / illa búinn Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig / verða uppgefinn Hætta á ofþornun og næringarleysi. Hætta á að komast ekki í skjól. Hér hafa verið nefndar aðstæður sem göngufólk getur lent í þegar vetrarferðir eru stundaðar. Þetta er ekki tæmandi listi yfir hættulegar aðstæður. Aðstæður í vetrarferðum eru yfirleitt mun meira krefjandi en að sumri, og það sama má segja um ferðir að hausti og vori. Harðfæri getur verið varhugavert í fjallaferðum.Myndabanki FÍ Góður undirbúningur grundvallaratriði Mikilvægt er að undirbúa sig vandlega fyrir hverja ferð og meðal annars: Afla upplýsinga um aðstæður á leiðinni, t.d. snjóalög, hálku, aurbleytu, vatnsföll eða annað og ekki fara í ferðina nema aðstæður séu viðráðanlegar. Fylgjast með veðurspá fyrir ferð – sé veðurspá slæm og gert ráð fyrir meira vindhraða en 16 metrum á sekúndu er rétt á fresta ferð eða breyta. Rétt er að hafa í huga að veður breytist hér á landi á örskammri stundu. Þá er veður til fjalla yfirleitt mun verra en í byggð. Athuga hvort snjóflóðahætta sé á viðkomandi leið og tryggja að þátttakendur eigi ekki á hættu að lenda í snjóflóði. Vanda leiðaval og forðast snjóflóðaaðstæður. Gott er að kanna spár á vedur.is Mikilvægt er að fara yfir búnað sem þarf til hverrar ferðar miðað við aðstæður og tryggja að allir séu rétt búnir. Ef farið er í ferð þar sem von getur verið á snjóflóðahættu er nauðsynlegt að hafa skóflu, snjóflóðastöng og snjóflóðaýli og þekkingu til að nota slíkan búnað. Áhættumat gönguleiða má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands, undir gönguleiðir.Myndabanki FÍ Fatnaður skiptir máli Nauðsynlegur búnaður í allar vetrarferðir eru: sokkar og nærfatnaður úr ull er eða gerviefnum, gott millilag t.d. flís eða stretch eða ull og góður hlífðarfatnaður, jakki og buxur, vind og vatnsheldur. Þá er nauðsynlegt að vera með húfu og vettlinga. Góðir gönguskór eru nauðsynlegir, helst háir, með góðri styrkingu yfir ökla og grófum botni. Legghlífar er oft gott að hafa. Gott ef hafa hálkubrodda til að varna því að renna og detta í hálku. Hálkubrodda á aðeins að nota þar sem ekki er hætta á að renna af stað því þeir duga skammt í brattari brekkum og krefjandi aðstæðum og veita þar falskt öryggi. Kunna þarf að fara með ísexir og brodda Ef leið liggur um jökla, brattlendi eða klettabelti er nauðsynlegt að hafa ísöxi og kunnáttu í að stoppa sig með henni ef fólk rennur að stað. Ísbrodda (jöklabrodda) þarf að nota ef aðstæður í brekkum eru þannig að hætta er á að renna af stað ef fólk dettur, brekkur eru með hörðum snjó eða ís, grjót eða klettar eru fyrir neðan. Ef farið er á ísbrodda þá þarf viðkomandi alltaf að hafa ísexi í hendi og kunna að nota hana. Fjallalínur og öryggisbelti getur þurft að nota á erfiðum gönguleiðum að vetrarlagi. Ef gengið er á jökla skal ávallt nota öryggisbelti, fjallalínur sem og hafa ísbrodda og ísexi til taks. Mikilvægt er að hafa gps tæki og kunnáttu til að vinna með tækið. Áttavita og kort þarf að hafa meðferðis og kunnáttu í notkun. Göngustafir eru góðir og veita stuðning í ákveðnum aðstæðum. Nauðsynlegt er að hafa hlaðinn gsm síma með í ferð. Aldrei skal vera einn á ferð í vetraraðstæðum. Láttu vita af ferðum þínum og áætlaða heimkomu. Gott er að nota safetravel.is Mikilvægt er að hafa bakpoka með auka hlífðarfatnaði t.d. sokkar, höfuðbuff, vettlingar. peysa eða dúnúlpa, sjúkrapoka, nestisbita vatn og heitt á brúsa. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttuMyndabanki FÍ Blaut föt og kuldi hættuleg blanda Gott er að kaldstarta sem kallað er, þ.e. vera ekki of mikið klæddur í upphafi og hafa frekar fatnað í bakpoka. Göngumaður er mjög fljótur að ganga sér til hita en um leið þarf að varast að svitna. Blaut föt og kuldi eru hættuleg göngumanni. Þess vegna er mikilvægt að vera í fatnaði sem andar eða tekur ekki í sig raka. Mikilvægt er að stoppa eftir 15 – 20 min. göngu og hagræða fatnaði eftir þörfum. Göngur og fjallaferðir að vetrarlagi eru í eðli sínu meira krefjandi vegna færis og veðurs. Skoða þarf veðurspár og huga að snjóalögum og aðstæðum. Mikilvægt er að lesa og fræðast um vetrargönguferðir og vetrarfjallamennsku og auka þannig þekkingu sína. Gönguleið sem er auðveld eða meðalerfið að sumarlagi er oft erfið eða mjög erfið að vetarlagi og þarfnast búnaðar og kunnáttu. Eins er gott að læra af reyndari fjallamönnum og byggja upp reynslu sína og þekkingu. Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar bjóða upp á námskeið í vetrarfjallamennsku, og einnig t.d. snjóflóðanámskeið og námskeið í ísaxarbremsu og mörg fleiri sem fræðast má um á fi.is Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
Hætta á að hrasa – renna í hálku Hætta á að renna í fjalllendi í harðfæri – hálku Hætta á að hrapa fram af fjallsbrúnum / klettum Hætta á að villast Hætta á að lenda í óveðri Hætta á að verða blautur – kaldur verða fyrir ofkælingu – krókna Hætta á að falla í gegnum ís á vatni Hætta á að lenda í steinkasti /snjóflóði / aurskriðum Hætta á að verða sambandslaus Hætta á að lenda í vandræðum vegna þess að maður er vanbúinn / illa búinn Hætta á að vanmeta aðstæður / ofmeta sjálfan sig / verða uppgefinn Hætta á ofþornun og næringarleysi. Hætta á að komast ekki í skjól.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fjallamennska Heilsa Jöklar á Íslandi Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fleiri fréttir Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Sjá meira