Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2025 15:47 Leifur Steinn Árnason og Maté Dalmay tókust á um LeBron James í Lögmáli leiksins. stöð 2 sport Maté Dalmay gekk fram af Leifi Steini Árnasyni með fullyrðingu sinni um LeBron James í Lögmáli leiksins. Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Sjá meira
Í Lögmáli kvöldsins voru sérfræðingarnir beðnir um að koma með eina stóra fullyrðingu, svokölluð ofviðbrögð. Og óhætt er að segja að fullyrðing Maté hafi vakið mikil viðbrögð. Maté sagði nefnilega að LeBron væri að eyðileggja Los Angeles Lakers og hefði átt að hætta, helst í fyrra. „LeBron, þessi síðustu 2-3 ár eru eins og ef Jordan hefði tekið fjögur ár í Washington Wizards og allt hefði snúist um að hann ætti að taka boltann, taka eitt afturábak stökkskot í viðbót, bæta eitt helvítis metið í viðbót, koma syni sínum í þetta lið. Ég þekki fullt af Lakers-mönnum; þetta er orðið ógeðslega þreytt. Þeir ná ekki einum góðum leikmanni inn í þetta lið,“ sagði Maté. „Þú getur alltaf sagt að hann tók einn titil en eftir þann titil hefði hann átt að hætta; hleypa einhverjum öðrum að og byrja að byggja liðið á einhverjum öðrum. Eina sem er spennandi að ræða við Lakers er: Þetta er 157.000. stoðsending hjá leikmanni yfir 41 árs. Þetta eru bara vörður eftir vörður sem öllum er drullusama um,“ bætti Maté við. Klippa: Lögmál leiksins - Ofviðbrögð um LeBron Þá var röðin komin að Leifi að svara fyrir sinn mann. „Hann er enn einn af tíu bestu leikmönnum í NBA,“ sagði Leifur. „Hvað ertu að tala um? Viltu að hann hætti? Þetta er ekki Jordan í Wizards. Ertu að grínast? Þetta er enn einn besti leikmaður í heimi. Hann vann Ólympíuleikana nánast upp á sitt einsdæmi.“ Þá var komið að Maté að hneykslast. „Vann Ólympíuleikana upp á sitt einsdæmi? Ólympíuleikarnir; bandaríska án LeBrons, enginn leikur hefði verið leikur. Þeir hefðu valtað yfir alla ef þeir hefðu spilað eðlilega,“ sagði Leifur. Innslagið úr Lögmáli leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-97 | Sluppu með eins nauman sigur og hægt er úr Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Sjá meira