Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar 13. janúar 2025 10:33 Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var ekki mikið rætt um pólitík á mínu heimili það var meira svona non verbal (án orða). Það var óskyldur maður sem bjó á háaloftinu heima alla tíð. Fjölskylda hans hafði búið þar mann fram af manni. Hann fylgdi húsinu. Hann var mikill sjálfstæðismaður og keypti Morgunblaðið.Hann var flokksbundinn og sótti fundi hjá flokknum. Pabbi var bóndi og framsóknarmaður og keypti Tímann. Ef Tíminn var á borðinu of nálægt karlinum tók hann blaðið með tveim fingrum eins og hann væri að snerta á einhverju óhreinu og lagði það til hliðar. Það var ekki hægt að fylgjast með pólitíkinni og kosningunum nema í blöðum og útvarpi (Rúv rás 1). Það var ekki komið sjónvarp, hvað þá tölvur eða samfélagsmiðlar. Engar tik tok kosningar þá. Kaldastríðið var í algleymingi og lúrði yfir, það var eins og einhver ógn sem við sáum ekki né skildum en vissum af henni. Það voru bara fjórir flokkar, engin kona í framboði eða ein í mesta lagi. Fjórflokkurinn var: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Það voru mjög skýrar línur hjá fólki með flokksval það vafðist ekki fyrir neinum. Í dag eru margir flokkar það er ofgnótt á öllum sviðum líka á stjórnmálaflokkum. Nú eru tíu flokkar í framboði konur í forsvari fyrir meirihluta þeirra og á framboðslistum til jafns við karla. Við sjáum frambjóðendur alls staðar, í sjónvarpi, útvarpi á samfélagsmiðlunum, auglýsingaskiltum, auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi, vinnustöðum ofl. Við heimsækjum þá heim í stofu og fáum að kynnast þeim á persónulegum nótum. Þetta verður til þess að fólk á mjög erfitt með að gera upp hug sinn, það veit oft ekkert hvað það ætlar að kjósa fyrr en í kjörklefanum. Fólk fyllist valkvíða því það er svo mikið framboð á frambærilegum flokkum. Ég vona að fólk skilji mig ekki þannig að allt hafi verið betra hér áður fyrr alls ekki en það er með þetta eins og fleira til að skilja núið þarftu að vita hvaðan þú ert að koma. Það eru flokkar í dag sem njóta enn góðs af þeirri stöðu sem uppi var þá. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og rithöfundur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar