Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Myndirðu gefa barninu þínu sígarettu? Líklega ekki. En hvað ef það myndi hjálpa barninu þínu að kynnast öðrum börnum og eignast nýja vini. Hjá flestum er svarið sennilega ennþá hart nei. Hvað ef þeim leiðist? Það er ákveðin afþreying að reykja. Þá leiðist þeim kannski minna. Flestum þætti það samt ekki boðlegt. En þegar sígarettu er skipt út fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Þá vefst fleirum tunga um tönn. Sjálfur er ég almennt frekar frjálslyndur og markaðsþenkjandi. Fullorðið fólk á rétt á því að taka misgáfulegar ákvarðanir, og taka þá ábyrgð á því. Eins og að reykja sígarettur eða hanga í símanum. Það eru þín réttindi sem fullráða einstaklingur. En hvað með börn. Er sniðugt að þau hafi í höndum sér aðgang að öllu sem netið hefur uppá að bjóða? Hverjum þjónar það. Eru það hagsmunir barna að færustu sérfræðingar einkageirans hafa nánast óheft aðgengi að athygli þeirra? Mögulega eru einhverjir sammála því. Að frjálsi markaðurinn leiðrétti vandann. Hvað með aðila sem reyna að tengjast börnum í annarlegum tilgangi í gegnum samfélagsmiðla. Eiga þeir heimtingu á samskiptum við börn? Held ekki….. Þetta snýst líka um þroska og ábyrgð. Snjallsímar með myndavélar. Er það frábær hugmynd að ólögráða einstaklingur sé með tök á því að geta undir öllum kringumstæðum tekið upp myndbönd af jafningjum sínum og dreift þeim? Getum við gert kröfu að þau hafi þroska til að taka meðvitaðar ákvarðanir hverju á að deila og hverju ekki? Viljum við að allt sé opið og í almennri dreifingu á netinu? Hvernig ætli sé að gera mistök í samskiptum á táningsaldri nú til dags? Eitthvað vandræðalegt augnablik sem ætti að vera minning en ekki myndband sem ávallt er hægt að fletta upp. Að vera með skemmtigarð í höndum alla daga og sérmótaða afþreyingu sem keppir við raunheiminn getur ekki verið gott til framtíðar. Það er hollt að leiðast öðru hverju. Horfa í augun á öðru fólki, jafnvel spjalla og leika sér. Þá verða töfrarnir til. Höfundur er kennari og þjálfari.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun