Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 08:14 Kristersson segir Svía myndu taka þátt í auknu eftirliti með neðansjávarinnviðum. AP/Sergei Grits Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Svíþjóð mun leggja til allt að þrjú herskip og eina eftirlitsflugvél til að fylgjast með mikilvægum innviðum og „skuggaflota“ Rússa og freista þess að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Kristersson sagði á árlegu málþingi um öryggismál um helgina að það væri ekki hægt að útiloka að fjandsamlegar aðgerðir væru orsakavaldur skemmda á hinum ýmsu sæstrengjum síðustu misseri. „Svíþjóð er ekki í stríði en það ríkir heldur ekki friður,“ sagði forsætisráðherrann. „Sannur friður krefst frelsis og lausnar frá alvarlegum átökum milli ríkja. En við og nágrannar okkar sætum blönduðum árásum, ekki vélmanna og hermanna, heldur tölva, fjármuna, upplýsingaóreiðu og hættunni á skemmdarverkum.“ Hann sagði þá sem vildu frið þurfa að vera undirbúna fyrir átök. Kristersson sagði rannsókn á mögulegum skemmdarverkum skipsins Eagle S á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands standa yfir. Svíar myndu ekki saka neinn um skemmdarverk án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Hins vegar væru þeir ekki heldur nein kjánaprik og það væri ólíklegt að áhöfn á skipi myndi draga akkeri og 300 metra keðju yfir 100 kílómetra án þess að taka eftir því. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Svíþjóð Rússland Sæstrengir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira