Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar 12. janúar 2025 13:02 Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Garðabær Þjóðkirkjan Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð barna þegar þau fá fréttir af missi eða eru viðstödd andlát geta verið margskonar og fara að miklu leyti eftir aðdraganda dauðsfallsins. Ef aðdragandinn er langur og barnið fær að vita tímanlega að líklega muni ástvinur þess deyja á næstunni og hefur tækifæri til þess að kveðja og ræða það sem er að fara að gerast minnkar það áfallið þegar dauðinn knýr svo dyra. Hins vegar getur enginn andlegur undirbúningur komið í veg fyrir áfallið og sorgina sem fylgir því að missa ástvin. Algengustu fyrstu viðbrögðin geta verið áfall og afneitun, skelfing og mótmæli eða tómlæti og lítil tjáning auk þess að stundum er eins og börn fresti viðbrögðum sínum og haldi áfram að gera það sem þau voru vön að gera og t.d. biðja um að fá að fara út að leika. Stundum verða hinir fullorðnu hissa á viðbrögðum barna þegar þau sýna viðbrögð á borð við tómlæti og vilja til að halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þau viðbrögð geta einfaldlega verið afneitun á því sem hefur gerst eða stafað af því að áfallið er svo mikið að sálarlíf barnsins höndlar ekki að bregðast við öllu í einu. Önnur börn bregðast strax við fréttunum á sterkan hátt, taka grátköst og mótmæla hástöfum. Slík grátköst geta komið fram hjá flestum börnum á einhverjum tímapunkti. Það skiptir mjög miklu máli að börn upplifi ekki að fullorðna fólkið sé hissa á viðbrögðum þeirra eða finnist þau óeðlileg. Við stjórnum því ekki hvernig við bregðumst við áfalli, viðbrögð okkar eru að lang mestu leyti mjög ósjálfráð og ungir syrgjendur þurfa fyrst og fremst á skilningi og umhyggju að halda. Þau þurfa að finna að þau eru örugg eins og þau eru og eins og þeim líður hjá fullorðna fólkinu sínu. Börn hafa mikinn hæfileika til þess að hólfa af tilfinningar og það er næstum eins og þeim takist stundum að hleypa bara því magni af tilfinningum að á hverri stundu sem þau ráða við. Við köllum þetta stundum að hoppa í polla, hoppa í og upp úr sorginni. Svo verða þau að stíga á ,,bremsuna”, fara út úr þeim tilfinningum sem reynast þeim erfiðar og gera það sem þeim er eðlilegt að gera hvort sem það er að leika í tölvunni, hitta vini sína eða segja brandara. Þegar barn missir náinn ástvin, sérstaklega foreldri sitt, verður veröldin allt í einu óöruggari svo það getur verið haldreipi að halda áfram að hafa lífið eins svipað og það var fyrir missinn. Þar af leiðandi getur það t.d. hentað sumum börnum að fara sem fyrst aftur í skólann og í sína daglegu rútínu. Þetta óöryggi sem fylgir missi getur orsakað að barn bregðist við álaginu með því að hverfa aftur tímabundið til fyrra þroskastigs eða taka mjög hröðum framförum í andlegum þroska. Verði annað hvort barnalegra eða of þroskað miðað við aldur. Það sem maður vill sjá í öllu þessu álagi er að barnið fái áfram að vera barn eins og mögulegt er, megi fljóta náttúrulega úr einum viðbrögðum í önnur og þurfi ekki að reyna að vera á einhvern hátt viðeigandi eða leika eitthvað hlutverk fyrir fullorðna fólkið. Börn tjá sorg mikið í gegnum hegðun svo þau sem bera ábyrgð á börnum þurfa að vera næm á það. Þau sem eru fullorðin verða að vera ábyrgð á börnunum svo að þau þurfi ekki að vera dugleg eða sterk, þau eiga að fá að vera barnaleg áfram og finna að uppeldisaðilarnir eru ekki hræddir við viðbrögðin þeirra heldur höndla barnið eins og það er. Stundum þegar foreldrar kvarta undan því hvað barnið þeirra getur verið erfitt, jafnvel óþekkt og dembir bara öllum sínu stóru tilfinningum filterslaust á foreldri sitt – sem er mjög erfitt þegar foreldri er sjálft undir gríðarlegu álagi – þá óska ég foreldrinu til hamingju, þá er augljóst að barnið hefur fullt traust á foreldri sínu og er ekki að tipla á tánum í kringum það. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun