Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2025 23:40 Hverfið Pacific Palisades hefur farið einna verst út úr eldunum. AP/Ethan Swope Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Sterkir vindar fóru að blása aftur í Kaliforníu í morgun eftir að það lægði ögn í gær. Rokið hefur gert slökkviliðsmönnum mjög erfitt fyrir að berjast við gróðureldana sem brenna allt í kring um borgina, þar sem hefur ekki rignt í meira en átta mánuði. Minnst tíu þúsund hús brunnin Slökkvilið hafa þurft að sækja vatn um langan veg þar sem ekkert vatn er sums staðar að finna í brunahönum. „Sérstaklega fyrstu tvo dagana var þetta ótrúlegt. Maður kemur inn í hverfi sem er bókstaflega í björtu báli og við sitjum uppi með slökkvibíl með tvö þúsund lítra af vatni því kerfið hérna er vatnslaust. Svo þetta er erfitt. Þetta gerir okku erfitt fyrir,“ segir Derek Blenkarn, slökkviliðsstjóri í San Bernardino. Talið er að minnst 10 þúsund hús hafi orðið eldinum að bráð og minnst tíu látið lífið. Margir þeirra sem hafa flúið heimili sín dvelja nú í fjöldahjálparstöðvum. Heimili rústir einar „Eldurinn æddi áfram. Hann var ekki kominn að húsinu mínu en ég vaknaði og sá hann nálgast svo ég varð að hefja brottflutning og taka hundana mína. Ég hafði ekki nóg vatn. Það var ekkert vatn og húsið mitt brann til grunna,“ segir Jim Mayfield, íbúi í Los Angeles. „Við bjuggum í Altadena í 25 ár og nú er allt horfið. Allt úr húsinu, bílarnir, allir pappírar, allt. Við fórum í fötunum se mvið stóðum í og skildum allt annað eftir,“ segir José Luís Godinez, íbúi í Altadena sem hefur farið einna verst úr eldunum. Einhverjir hafa snúið aftur til að skoða rústir heimila sinna. „Ég held að við séum leiðari yfir að missa samfélagið en húsið okkar. Eins og sonur minn sagði: Ef þetta væri bara húsið okkar væri allt í lagi með okkur. Við myndum bara byggja það aftur og flytja aftur inn í þetta samfélag. Nú þurfum við að fylgjast með enduruppbyggingu alls samfélagsins. Það er erfiðast við þetta allt saman,“ segir Jackie Hassett, íbúi í Pacific Palisades.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50