Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2025 16:03 Eyðileggingin er gríðarleg í Palisades. Vísir/EPA Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30
Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32
Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30