Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2025 16:03 Eyðileggingin er gríðarleg í Palisades. Vísir/EPA Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Meðal látinna eru feðgar og blind fyrrum barnastjarna, Rory Callum Sykes. Haft er eftir móður hans að hann hafi dáið á heimili þeirra í Palisades. Hún hafi reynt að bjarga honum úr kofanum sem hann bjó í við húsið en ekkert vatn hafi verið til reiðu í vatnsslöngunni þegar hún reyndi að slökkva eldinn. Í frétt bandaríska miðilsins Reuters um eldana segir að eldar geisi nú á sex mismunandi stöðum í Los Angeles og hafi gert það síðan á þriðjudag. Alls hafa um tíu þúsund byggingar, heimili og iðnaðarhúsnæði, brunnið til kaldra kola síðustu daga. Þúsundir eru heimilislausir vegna eldanna og er búið að lýsa yfir neyðarástandi vegna reyks frá eldunum. Þúsundir eru heimilislausir. Í Altadena hefur fólk komið með ýmsar nauðsynjar sem standa fólki til boða.Vísir/EPA Í frétt Reuters segir að Santa Ana-vindarnir, sem hafi magnað upp eldana, hafi róast á föstudag en eldurinn sem hafi verið í Palisades-hverfinu í vestari enda borgarinnar hafi þá verið á leið í nýja átt. Þá hafi þurft að gefa út nýjar leiðbeiningar um rýmingar í borginni þegar eldarnir hafi fært sig nær Brentwood-hverfinu og San Fernando-dalnum. Gróðureldarnir eru þeir verstu sem hafa verið í Los Angeles. Heilu hverfin eru horfin. Samkvæmt frétt Reuters var í gær, föstudagskvöld, hafði slökkviliðið náð böndum á um ellefu prósent eldanna við Palisades, miðað við átta prósent í gær, og um fimmtán prósent eldanna við Eaton en þetta hlutfall var í kringum þrjú prósent í gær. Það hefur því náðst nokkur árangur. Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í Altadena í Kaliforníu í gær í Eaton-gróðureldinum. Vísir/EPA Rýmingar eru í gildi fyrir um 153 þúsund manns og viðvaranir um rýmingu og útgöngubann í gildi fyrir aðra 166 þúsund. Fjöldi slökkviliðsmanna frá öðrum ríkjum og frá Kanada hefur komið til aðstoðar auk þess sem forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hefur lofað alríkisaðstoð. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út að aðstæður ættu að batna í Los Angeles um helgina þegar vind ætti að lægja. Enn yrði þó þurrt á svæðinu og því töluverð hætta út alla næstu viku. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi vegna þykks, eitraðs reyks sem liggur yfir svæðinu. Nánar á vef BBC. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum yfir skóga nærri Palisades til að reyna að temja eldana.Vísir/EPA Gavin Newsom, ríkisstjóri Los Angeles hefur kallað eftir því að það verði rannsakað hvernig kom til þess að fjöldi brunahana voru tómir þegar slökkviliðsmenn leituðu í þá. Það hafi tafið slökkvistarf. Í færslu á samfélagsmiðlinum X deildi Newsom bréfi sem hann skrifaði til yfirmanns vatns- og orkustofnunar Los Angeles um málið. Hann kallar eftir óháðri rannsókn á málinu.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30 Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32 Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti. 10. janúar 2025 23:30
Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. 10. janúar 2025 11:32
Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Steve Kerr og fjölskylda er í hópi þeirra fjölmörgu sem þurftu að sjá á eftir húsum sínum og eignum í eldunum miklu í Los Angeles. 10. janúar 2025 07:02
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. 9. janúar 2025 09:13
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30