Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2025 15:01 Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Sjá meira
Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun