Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2025 15:01 Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar