Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2025 15:01 Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr. Við kusum okkur forseta á árinu og fengum nýjan biskup, báðar ungar og frambærilegar konur. Ríkislögreglustjóri er kona og nú leiða nýja ríkisstjórn þrjár konur sem ætla að taka til hendinni í ríkiskassanum. Þá eru konur í meirihluta ráðherrahópsins. Af þeim sem ég hef hitt undanfarið finnst mér hljóðið þannig í flestum, þótt þeir hafi ekki kosið þessa flokka, að menn vilja gefa þessu tækifæri og lýst vel á hvernig farið er af stað. Umræðan fer á lægra plan En hvað gerist þegar þessi staða er komin upp. Út úr alls konar hornum og skúmaskotum skríða karlar sem finna konunum allt til foráttu þótt þeir þori ekki að nefna að það sé vegna þess að þær eru konur. Umræðan um málefnin verður öðruvísi og á lægra plani hjá þessum körlum. Þeir keppast við að spá þessu samstarfi illa og hafa sumir með erfiðleikum neyðst til að óska þeim til hamingju. Ég hef reyndar heyrt konur, sem ekki vilja gefa þessu tækifæri, tala um hversu hallærislegt það er að faðmast í beinni og tala um hvað var borðað á fundum enda ekki allar konur landsins sáttar. Þá má ekki gleyma því þegar umræðan fer að snúast um hverju konurnar klæðast. Það er á lágu plani. Það sem við konur tökum hins vegar eftir er að þær tala á annan hátt. Þeim finnst eðlilegt að segja frá hversu mikið traust ríki þeirra á milli og hversu vel þær hafa náð saman. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt en hvenær myndum við heyra karla í sömu stöðu segja frá með þessum hætti? Gott að eiga góða vinkonu Við konur vitum svo vel hversu gott það er að eiga góða vinkonu og þekkjum hvenær sá vinskapur er sannur. Vinátta milli karla er alla jafna ekki jafn djúp og einlæg og hjá konum. Þeir slá á bak hvers annars með bjór í hönd og horfa á fótbolta eða fara í golf. Þeir tala almennt ekki saman um hvernig þeim líður. Eitt fyrsta verk nýju stjórnarinnar var að kalla eftir frá almenningi, ábendingum og hugmyndum um hvað betur má fara í ríkisrekstrinum. Tillögurnar þurfi að leiða til hagræðingar og sparnaðar. Af viðbrögðum að dæma fagnar fólk þessu tækifæri og hugmyndir streyma inn í þúsunda tali enda matarholu að finna víða. Í svörum forsætisráðherra um þessa aðgerð kom meðal annars fram að þær vilji heldur spyrja almenning en að spyrja starfsfólk ráðuneyta hvernig þetta hefur „venjulega“ verið gert. Svolítið kvenlegt, ekki satt? Vonandi verður þetta til þess að tekið verði á kýlum hér og þar sem fengið hafa að fitna og bústna. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi en kannski svolítið erfitt fyrir karlana sem enn rembast sem rjúpa við að tala þetta niður. Kannski sjá þeir að sér. Vonandi! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun