„Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 12:32 DeAndre Kane hefur verið áberandi í íslenskum körfubolta síðustu misseri og er algjör happafengur, að sögn Egils Birgissonar í stjórn Grindavíkur. Vísir/Diego Sagan af því hvernig DeAndre Kane, með ferilskrá sem menn töldu of mikla fyrir Ísland, endaði í körfuboltaliði Grindavíkur er hreint lygileg. Stjórnarmaður hjá Grindavík óttaðist um tíma að hafa komið Kane í fangelsi en ungverski bílstjórinn Zsombor lék lykilhlutverk í að allt fór vel að lokum. „Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!““ Svo órólegur var Egill Birgisson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Grindavíkur, eftir að hafa sent Kane frá Bandaríkjunum til Ungverjalands í von um að hann fengi þar vegabréf í hendurnar, til að geta á endanum komist til Íslands. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust. Egill lýsir þessu í nýjum hlaðvarpsþáttum, Ramma fyrir ramma, sem parið Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi, og Margrét Ósk Einarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stýrir. Í þáttunum er núna kafað ofan í heimildaþættina Grindavík, sem sýndir eru á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum, og kemur nýr hlaðvarpsþáttur út eftir hvern sjónvarpsþátt. Egill sagði söguna ævintýralegu á bakvið komu Kane og má hlusta á hana eftir um 15 mínútur í fyrsta hlaðvarpsþættinum. Kane, sem er 35 ára gamall og hefur til dæmis spilað í efstu deildum Spánar, Rússlands, Þýskalands og í Euroleague, hefur verið afar áberandi með Grindvíkingum í Bónus-deildinni síðan hann kom fyrir síðustu leiktíð. Hann er því að sjálfsögðu áberandi í þáttunum um Grindavík, frá leiktíðinni stórmerkilegu síðasta vetur þegar Grindvíkingar þurftu að yfirgefa bæinn sinn vegna eldgoss og körfuboltalið þeirra urðu að sameiningartákni. Eins og fyrr segir þá gekk það ekki þrautalaust, og það var langur aðdragandi að því, að Kane endaði í Grindavík haustið 2023: „Tímabilið á undan, um jólin, var Damier Pitts hjá okkur. Hann spilaði með Kane í skóla og þeir voru herbergisfélagar. Hann kemur að máli við Jóhann og Jóhann [þjálfara og aðstoðarþjálfara Grindavíkur] og segist vera með vin heima í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem þeir hugsuðu var bara: „Ohh, eitt af þessum augnablikum, þar sem á að redda vini sínum giggi“. En hann sendi þeim nafnið og ég man að Jóhann Árni fletti honum upp og sagði strax: „Þessi gæi er ekki að fara að koma hingað.“ Hann sá bara að hann hefði spilað í nánast öllum bestu deildum í heimi og Euroleague. Það vantaði bara NBA þarna inn og þeir vildu meina að eina ástæðan fyrir því væri hve hann var orðinn gamall þegar hann kláraði skólann,“ segir Egill. Frestaði för vegna veikinda dóttur sinnar „Ingibergur formaður byrjaði á að hafa samband við Kane og hann var bara klár í að koma strax um jólin, þetta tímabil sem að við töpuðum fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum. Það var allt klappað og klárt, búið að samþykkja laun og allt, en svo bara „MIA“. Það bara heyrðist ekkert í honum í einhverjar vikur. Þegar félagaskiptaglugginn var orðinn lokaður minnir mig að hann hafi loks haft samband við Ingiberg og sagt frá því að hann hefði verið nýbúinn að eignast barn, og að stelpan hans hefði veikst eitthvað við fæðingu. Hann gat því ekki farið frá þeim til að spila körfubolta á Íslandi.“ Grindvíkingar ákváðu að það sakaði ekki að reyna aftur við Kane um sumarið: „Hann sagðist bara strax vera tilbúinn að koma. „Núna er allt orðið gott og ég er tilbúinn að koma og gera ykkur að meisturum.“ Því þessi gaur, eins og hefur ekki farið framhjá mörgum, er gjörsamlega geðsjúkur þegar kemur að því að vinna. Það er það eina sem hann hugsar um. Hann var klár og við sendum honum samning, en svo held ég að við höfum beðið í mánuð eftir undirskrift.“ Með ekkert vegabréf í höndunum Kane samþykkti að lokum samninginn en þá hófust vandræðin. Hann er Bandaríkjamaður en fékk ungverskan ríkisborgararétt árið 2017. Hann var hins vegar ekki með ungverskt vegabréf í höndunum, né heldur bandarískt vegabréf til að geta flogið af stað. Egill tók málin í sínar hendur og setti sig í samband við ungverska sendiráðið í Bandaríkjunum, og fékk Kane til að sækja þangað bráðabirgðavegabréf til að geta flogið til Ungverjalands og sótt vegabréf þangað. Þar átti svo ungverski bílstjórinn Zsombor að taka á móti honum og koma honum á réttan stað til að geta fengið ungverskt vegabréf, sem hann hafði aldrei formlega fengið í hendurnar. „Fokk, hvað er að gerast?“ Egill vaknaði eldsnemma daginn sem Kane mætti til Ungverjalands, en fór að ókyrrast þegar ekkert heyrðist frá honum né Zsombor, sem Egill þekkti auk þess ekki. „Ég hugsaði bara: „Fokk, hvað er að gerast? Við erum búin að senda manninn frá Bandaríkjunum til Ungverjalands. Þetta gæti ekki orðið verra.“ Svo hringir Kane á Facetime og er gjörsamlega snælduvitlaus. Hann er öskrandi á starfsfólkið þarna inni, því þau neituðu að láta hann fá vegabréfið. Þau sáu hann í kerfinu hjá sér, en vandamálið var að hann gat ekki leyst út vegabréfið því hann var ekki með lögheimili í Ungverjalandi,“ segir Egill. Zsombor lofaði að reyna að græja málin en Egill óttaðist að þeir hefðu jafnvel hreinlega verið handteknir: „Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!“ segir Egill léttur og augljóst að stressið var hrikalega mikið. „En þá kom stærsta bros í heimi og hann heldur á öllum pappírunum: „Ég er með þetta. Ég er að koma til Íslands! Með lögheimili hjá bílstjóranum Þá segir hann mér að bílstjórinn hafi bara sest niður með þeim og sagt að Kane byggi heima hjá honum. Svo þau skráðu lögheimilið hans heima hjá honum og það er enn skráð þar,“ segir Egill. Kane gat því flogið heim til Bandaríkjanna, sótt fjölskylduna og hann mætti svo með fítonskrafti sem mikill senuþjófur inn í Bónus-deildina: „Þessi gæi er algjör happafengur, og á sama tíma getur hann verið vesen. Krakkarnir í Grindavík elska Kane, hann gefur þeim öllum þvílíkan tíma, sama þótt hann sé pirraður, og vill bara fá það besta út úr öllum,“ segir Egill. Rammi fyrir ramma eru hlaðvarpsþættir sem nálgast má meðal annars á Spotify. Þættirnir eru í umsjón Heiðars Snæs Magnússonar og Margrétar Óskar Einarsdóttur. Tveir fyrstu þættirnir um Grindavík eru komnir út og sá þriðji kemur á sunnudagskvöld, eftir þriðja þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar um Grindavík á Stöð 2 Sport. UMF Grindavík Bónus-deild karla Körfubolti Grindavík (þættir) Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
„Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!““ Svo órólegur var Egill Birgisson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Grindavíkur, eftir að hafa sent Kane frá Bandaríkjunum til Ungverjalands í von um að hann fengi þar vegabréf í hendurnar, til að geta á endanum komist til Íslands. Óhætt er að segja að það hafi ekki gengið þrautalaust. Egill lýsir þessu í nýjum hlaðvarpsþáttum, Ramma fyrir ramma, sem parið Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi, og Margrét Ósk Einarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stýrir. Í þáttunum er núna kafað ofan í heimildaþættina Grindavík, sem sýndir eru á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldum, og kemur nýr hlaðvarpsþáttur út eftir hvern sjónvarpsþátt. Egill sagði söguna ævintýralegu á bakvið komu Kane og má hlusta á hana eftir um 15 mínútur í fyrsta hlaðvarpsþættinum. Kane, sem er 35 ára gamall og hefur til dæmis spilað í efstu deildum Spánar, Rússlands, Þýskalands og í Euroleague, hefur verið afar áberandi með Grindvíkingum í Bónus-deildinni síðan hann kom fyrir síðustu leiktíð. Hann er því að sjálfsögðu áberandi í þáttunum um Grindavík, frá leiktíðinni stórmerkilegu síðasta vetur þegar Grindvíkingar þurftu að yfirgefa bæinn sinn vegna eldgoss og körfuboltalið þeirra urðu að sameiningartákni. Eins og fyrr segir þá gekk það ekki þrautalaust, og það var langur aðdragandi að því, að Kane endaði í Grindavík haustið 2023: „Tímabilið á undan, um jólin, var Damier Pitts hjá okkur. Hann spilaði með Kane í skóla og þeir voru herbergisfélagar. Hann kemur að máli við Jóhann og Jóhann [þjálfara og aðstoðarþjálfara Grindavíkur] og segist vera með vin heima í Bandaríkjunum. Það fyrsta sem þeir hugsuðu var bara: „Ohh, eitt af þessum augnablikum, þar sem á að redda vini sínum giggi“. En hann sendi þeim nafnið og ég man að Jóhann Árni fletti honum upp og sagði strax: „Þessi gæi er ekki að fara að koma hingað.“ Hann sá bara að hann hefði spilað í nánast öllum bestu deildum í heimi og Euroleague. Það vantaði bara NBA þarna inn og þeir vildu meina að eina ástæðan fyrir því væri hve hann var orðinn gamall þegar hann kláraði skólann,“ segir Egill. Frestaði för vegna veikinda dóttur sinnar „Ingibergur formaður byrjaði á að hafa samband við Kane og hann var bara klár í að koma strax um jólin, þetta tímabil sem að við töpuðum fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum. Það var allt klappað og klárt, búið að samþykkja laun og allt, en svo bara „MIA“. Það bara heyrðist ekkert í honum í einhverjar vikur. Þegar félagaskiptaglugginn var orðinn lokaður minnir mig að hann hafi loks haft samband við Ingiberg og sagt frá því að hann hefði verið nýbúinn að eignast barn, og að stelpan hans hefði veikst eitthvað við fæðingu. Hann gat því ekki farið frá þeim til að spila körfubolta á Íslandi.“ Grindvíkingar ákváðu að það sakaði ekki að reyna aftur við Kane um sumarið: „Hann sagðist bara strax vera tilbúinn að koma. „Núna er allt orðið gott og ég er tilbúinn að koma og gera ykkur að meisturum.“ Því þessi gaur, eins og hefur ekki farið framhjá mörgum, er gjörsamlega geðsjúkur þegar kemur að því að vinna. Það er það eina sem hann hugsar um. Hann var klár og við sendum honum samning, en svo held ég að við höfum beðið í mánuð eftir undirskrift.“ Með ekkert vegabréf í höndunum Kane samþykkti að lokum samninginn en þá hófust vandræðin. Hann er Bandaríkjamaður en fékk ungverskan ríkisborgararétt árið 2017. Hann var hins vegar ekki með ungverskt vegabréf í höndunum, né heldur bandarískt vegabréf til að geta flogið af stað. Egill tók málin í sínar hendur og setti sig í samband við ungverska sendiráðið í Bandaríkjunum, og fékk Kane til að sækja þangað bráðabirgðavegabréf til að geta flogið til Ungverjalands og sótt vegabréf þangað. Þar átti svo ungverski bílstjórinn Zsombor að taka á móti honum og koma honum á réttan stað til að geta fengið ungverskt vegabréf, sem hann hafði aldrei formlega fengið í hendurnar. „Fokk, hvað er að gerast?“ Egill vaknaði eldsnemma daginn sem Kane mætti til Ungverjalands, en fór að ókyrrast þegar ekkert heyrðist frá honum né Zsombor, sem Egill þekkti auk þess ekki. „Ég hugsaði bara: „Fokk, hvað er að gerast? Við erum búin að senda manninn frá Bandaríkjunum til Ungverjalands. Þetta gæti ekki orðið verra.“ Svo hringir Kane á Facetime og er gjörsamlega snælduvitlaus. Hann er öskrandi á starfsfólkið þarna inni, því þau neituðu að láta hann fá vegabréfið. Þau sáu hann í kerfinu hjá sér, en vandamálið var að hann gat ekki leyst út vegabréfið því hann var ekki með lögheimili í Ungverjalandi,“ segir Egill. Zsombor lofaði að reyna að græja málin en Egill óttaðist að þeir hefðu jafnvel hreinlega verið handteknir: „Svo fæ ég bara hringingu frá Kane. Ég hugsaði: „Hann er að hringja í mig til að horfa í augun á mér og segjast ætla að drepa mig!“ segir Egill léttur og augljóst að stressið var hrikalega mikið. „En þá kom stærsta bros í heimi og hann heldur á öllum pappírunum: „Ég er með þetta. Ég er að koma til Íslands! Með lögheimili hjá bílstjóranum Þá segir hann mér að bílstjórinn hafi bara sest niður með þeim og sagt að Kane byggi heima hjá honum. Svo þau skráðu lögheimilið hans heima hjá honum og það er enn skráð þar,“ segir Egill. Kane gat því flogið heim til Bandaríkjanna, sótt fjölskylduna og hann mætti svo með fítonskrafti sem mikill senuþjófur inn í Bónus-deildina: „Þessi gæi er algjör happafengur, og á sama tíma getur hann verið vesen. Krakkarnir í Grindavík elska Kane, hann gefur þeim öllum þvílíkan tíma, sama þótt hann sé pirraður, og vill bara fá það besta út úr öllum,“ segir Egill. Rammi fyrir ramma eru hlaðvarpsþættir sem nálgast má meðal annars á Spotify. Þættirnir eru í umsjón Heiðars Snæs Magnússonar og Margrétar Óskar Einarsdóttur. Tveir fyrstu þættirnir um Grindavík eru komnir út og sá þriðji kemur á sunnudagskvöld, eftir þriðja þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar um Grindavík á Stöð 2 Sport.
UMF Grindavík Bónus-deild karla Körfubolti Grindavík (þættir) Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira