Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 09:04 Ískjarni úr borun vísindamannanna á Little Dome C á austanverðu Suðurskautslandinu. AP/PNRA/IPEV Beyond Epica Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur náð að sækja eitt elsta ískjarnasýni í heimi djúpt úr Suðurskautslandsísnum. Ísinn er sagður að minnsta kosti 1,2 milljóna ára gamall. Hann getur varpað skýrara ljósi á hvernig lofthjúpur og loftslag jarðar hefur breyst. Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki. Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki.
Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01