Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2025 07:16 Trump hefur valdið nokkru fjaðrafoki með yfirlýsingum sínum um Grænland og mikilvægi þess fyrir Bandaríkin. AP Múte Egede, formaður landstjórnar Grænlands, hefur kallað eftir samstöðu meðal Grænlendinga og biðlað til þeirra um að halda ró sinni. Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu. Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Egede sagðist í gær hafa skilning á því að íbúar væru uggandi eftir að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, neitaði að staðfesta hann myndi hvorki beita hervaldi né efnahagsþvingunum til að sölsa landið undir sig. Nú væri hins vegar tími til að standa saman og taka ekki afstöðu í mögulegri deilu milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Stjórnvöld á Grænlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau ítrekuðu að Grænlendingar ættu að vera sjálfráða um framtíð sína og að þau hlökkuðu til að eiga samskipti við nýja stjórn Trump. Þau væru enn fremur meðvituð um mikilvægi Grænlands hvað varðaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna en einmitt þess vegna væri þar að finna bandaríska herstöð. „Grænland hlakkar horfir til þess að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum bandamönnum innan Nató til að tryggja öryggi og stöðugleika á Norðurslóðum,“ sagði í yfirlýsingunni. Trump hefur farið mikinn síðustu daga og lýst yfir vilja til þess að beita valdi til að innlima bæði Grænland og Kanada. Flestum þykir fremur ólíklegt að forsetinn fyrrverandi og verðandi muni grípa til hervalds í þessum tilgangi en yfirlýsingarnar hafa engu að síður skapað nokkurn ugg og óvissu. Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu ekki í hyggju að bæta við herafla sinn á Grænlandi. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að Rússar fylgdust náið með þróun mála en sem betur fer væri enn aðeins um yfirlýsingar að ræða, ekki aðgerðir. Rússar væru fúsir til að vinna með hverjum sem er að því að tryggja frið og stöðugleika á svæðinu.
Bandaríkin Danmörk Grænland Kanada Hernaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira