Erlent

Hæsti­réttur stöðvar ekki dóms­upp­sögu í máli Trumps

Jón Þór Stefánsson skrifar
Donald Trump verður settur í embætti 20. janúar næstkomandi, en mun hljóta dóm á morgun.
Donald Trump verður settur í embætti 20. janúar næstkomandi, en mun hljóta dóm á morgun. EPA

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni Donalds Trumps verðandi Bandaríkjaforseta, um að fresta dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða.

Í maí var Trump sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til Stromy Daniels, fyrrverandi klámstjörnu. Þar með varð hann fyrsti maðurinn sem hefur gengt embætti Bandaríkjaforseti til að hljóta dóm í sakamáli.

Í kjölfarið hafa lögmenn Trumps reynt að koma í veg fyrir að dómsuppkvaðning eigi sér stað. Því hefur nú verið hafnað á öllum dómstigum.

Dómsuppkvaðning í málinu mun því fara fram, að öllu óbreyttu, í dag föstudag í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×