Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2025 23:07 Myndin er úr safni. Getty Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður. Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Í greinargerð lögreglu segir að síðdegis 2. desember síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um mann sem væri vopnaður hníf og hefði reynt að ráðast á tvo einstaklinga. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hann verið mjög æstur, hann kastað frá sér hnífnum, öskrað á lögreglumennina og gert sig líklegan til að ráðast á þá. Í kjölfarið var hann handtekinn. Hluti lýsingarinnar hefur verið afmáður úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu, en annar þeirra sem maðurinn er talinn hafa ráðist á sagði að maðurinn hefði brugðist illa við einhverju. Hann hafi öskrað á þá, hótað þeim lífláti og sýnt þeim hníf. Í kjölfarið hafi hann sparkað í hurð þar sem tvímenningarnir voru staddir, kastað stein í glugga sem brotnaði fyrir vikið. Síðan hafi maðurinn sveiflað hnífnum inn um hurðina og í átt þessum tveimur, en þeim tókst á endanum að loka hurðinni. Talinn hafa tekið móður sína kverkataki Fram kemur að maðurinn sé grunaður í tíu öðrum málum. Þar á meðal er áðurnefnd meint árás gegn móður mannsins sem er sögð hafa átt sér stað 1. desember. Í því máli er hann grunaður um að hafa tekið móður sína kverkataki, haldið henni niðri og hótað henni lífláti. Maðurinn er sagður hafa játað það brot að hluta. Hann er líka grunaður um líkamsárás þar sem hann er sagður hafa kýlt mann í andlitið og slegið hann með belti. Einnig er hann grunaður um aðra líkamsárás þar sem hann er talinn hafa ráðast á tvo einstaklinga og slá annan þeirra með fægiskóflu. Einnig er hann grunaður um ítrekað ofbeldi í garð lögreglu, sem og rán, vopnalagabrot og fíkniefnalagabrot. Sýni ekki iðrun né sektarkennd Haft er eftir dómkvöddum geðlækni að maðurinn hafi frá ungaaldri átt í erfiðleikum með hegðun. Og nú ræði hann þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun. Hann lýsi ofbeldisverkum án svipbrigða og útskýri að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Hann er ekki sagður hafa sektarkennd gagnvart þessum hluti. Þrátt fyrir það skilji hann vel að brotin, verði þau sönnuð, geti leitt til refsingar, en að það sé ekki truflandi í hans huga. Möguleg fangelsisvist fæli hann ekki frá þessum verkum. Að mati læknisins sýndi maðurinn merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Hegðun hans litist af vímuefnaneyslu, en erfitt sé að meta að hversu miklu leyti. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 3. desember, en það var framlengt 30. desember þangað til í lok janúar. Þá hefur Landsréttur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurðinn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira