„Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 20:22 Viðvarandi skortur hefur verið á heitu vatni í Hveragerði vegna bilaðs mótors í borholu. Vísir/Samsett Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur skorað á Orkuveitu Reykjavíkur að tryggja Hvergerðingum fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni. Formaður bæjarráðs segir viðvarandi skort verið á heitu vatni frá í byrjun desember. Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku. Hveragerði Vatn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku.
Hveragerði Vatn Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira