Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Aron Guðmundsson skrifar 11. janúar 2025 09:02 Gísli verður númer 23 hjá Lech Poznan sem situr á toppi pólsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Mynd: Lech Poznan Eftir að hafa skotist fram á stóra sviðið með liði Víkings Reykjavíkur á síðasta ári hefur Gísli Gottskálk Þórðarson verið keyptur til toppliðsins í Póllandi. Hann stekkur strax í djúpu laugina með liðinu og er mættur til Tyrklands í æfingaferð Samtalið við Lech Poznan hófst á síðasta ári og þegar að hlé kom á þátttöku Víkings Reykjavíkur í Sambandsdeildinni og félagsskiptaglugginn opnaði kláruðust skiptin fljótt og „Samtalið milli okkar hófst á síðasta ári en svo var erfitt að spila Evrópuleiki með Víkingum og hugsa út í þetta á meðan,“ segir Gísli í samtali við íþróttadeild. „Þetta voru það mikilvægir leikir sem við vorum að spila og því fór þetta á smá ís þar til hléið tók við. Það var alveg einhver aðdragandi að þessu en um leið og félagsskiptaglugginn opnaðist kláraðist þetta mjög fljótt. Það getur verið krefjandi að vera á millistað, ef þú skilur mig. Að tala við félög og vera að spila með Víkingum um leið, það getur verið krefjandi fyrir hausinn. Það er bara gott að þetta sé komið.“ „Veisla framundan“ Gísli fer beint í djúpu laugina. Hann er mættur í æfingaferð með Lech Poznan í Tyrklandi. „Ég er búinn að fá mjög góðar móttökur hér. Þetta er góður hópur, mikið af leikmönnum frá Skandinavíu hérna og því aðeins auðvelt að komast inn í þetta. Þeir eru á fullu hér. Það er æft tvisvar á dag, helvíti erfiðar æfingar. Ég tók fyrstu æfinguna í morgun. Þetta verður veisla framundan.“ Gísli með treyju Lech Poznan eftir að hafa krotað undir langtímasamning hjá félaginuMynd: Lech Poznan Gísli er spenntur fyrir því að flytjast búferlum til Poznan. „Þetta er góð borg, við höfum komið hérna einu sinni áður Víkingarnir. Mjög flott borg og allt að klárast mjög fljótt varðandi mig. Ég er kominn með íbúð og um leið og við komum heim úr æfingaferðinni get ég komið mér vel fyrir og ég verð einn kannski fyrsta mánuðinn. Svo koma einhverjir vel valdir út sem verða aðeins í kringum mig og passa upp á að allt sé í toppstandi.“ Stefnt á sæti í liðinu frá fyrsta degi Fjögurra og hálfs árs samningur klár hjá Lech Poznan sem er á toppi pólsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. „Auðvitað, eins og alltaf, kemur maður inn í þetta frá fyrsta degi til að berjast um sæti í liðinu. Ég er samt alveg meðvitaður um það, líkt og aðrir, að ég er að taka skref upp á við, kominn í nýtt land og það er nýr þjálfari, nýir liðsfélagar. Þetta getur allt saman tekið tíma en frá fyrsta degi er maður að stefna á sæti í liðinu en maður missir ekki þolinmæðina um leið.“ Virðir fyrir sér heimavelli Lezh Poznan. Hér hefur hann verið áður, með Víkingum árið 2022Mynd: Lech Poznan Ástríðufullir stuðningsmenn Víkingar mættu Lech Poznan í Sambandsdeildinni árið 2022 og þar fékk Gísli smjörþefinn af því hversu ástríðufullir stuðningsmenn liðsins eru þegar að þeir lásu leikmönnum liðsins pistilinn eftir tap pólska liðsins í Víkinni. „Félagið býr að alvöru stuðningsmönnum sem eru með miklar kröfur. Það er alveg látið í ljós tilfinningar sínar eftir leiki ef ekki er allt upp á tíu. Maður er bara meðvitaður um að maður er að stíga inn í mjög hart umhverfi og þarf að vera klár á hverjum einasta degi.“ Gísli var einn af bestu leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og var í lykilhlutverki í liði Víkings Reykjavíkur sem er komið alla leið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Virðir fyrir sér aðstæðurMynd: Lech Poznan „Auðvitað er alltaf leiðinlegt að fara frá liði sem maður er búinn að vera í lengi. Þetta er frábær hópur og ég mun sakna strákanna. Auðvitað eru þeir að fara spila stóra leiki núna en það hefur alltaf verið markmiðið síðan að ég kom aftur heim að fara aftur út. Þetta er bara tækifæri sem maður hoppar á ef það gefst. Auðvitað mun ég sakna þess mikið að vera í Víkinni en þetta er bara það sem mig langar að gera. Ég held það hafi allir skilning á því. Ég fór ungur út og kom svo aftur heim. Vildi komast í fullorðinsbolta. Það tók sinn tíma en ég trúði bara á að þegar ég yrði klár myndi ég grípa mín tækifæri. Ég var bara í mótun sem leikmaður og margt sem spilar þar inn í svo maður sé klár í að spila leiki eins og Víkingur er að spila. Núna var ég tilbúinn, greip mín tækifæri. Ég er mjög sáttur með tímann á Íslandi.“ Gísli Gottskálk í leik með VíkingumVísir/Anton Brink Vill vinna allt sem mikilvægur leikmaður Markmiðin fyrir næstu ári í Póllandi eru klár. „Byrja á að koma mér vel fyrir og svo á endanum brjóta mér leið inn í liðið. Gera eins vel og hægt er að gera hérna. Þetta er lið sem að keppir um titla og draumurinn væri náttúrulega að vinna pólsku deildina, pólska bikarinn. Gera það sem mikilvægur leikmaður í liðinu. Það er það sem ég horfi í á næstu fjórum árum. Markmiðið mitt. Pólland Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslendingar erlendis Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Sjá meira
Samtalið við Lech Poznan hófst á síðasta ári og þegar að hlé kom á þátttöku Víkings Reykjavíkur í Sambandsdeildinni og félagsskiptaglugginn opnaði kláruðust skiptin fljótt og „Samtalið milli okkar hófst á síðasta ári en svo var erfitt að spila Evrópuleiki með Víkingum og hugsa út í þetta á meðan,“ segir Gísli í samtali við íþróttadeild. „Þetta voru það mikilvægir leikir sem við vorum að spila og því fór þetta á smá ís þar til hléið tók við. Það var alveg einhver aðdragandi að þessu en um leið og félagsskiptaglugginn opnaðist kláraðist þetta mjög fljótt. Það getur verið krefjandi að vera á millistað, ef þú skilur mig. Að tala við félög og vera að spila með Víkingum um leið, það getur verið krefjandi fyrir hausinn. Það er bara gott að þetta sé komið.“ „Veisla framundan“ Gísli fer beint í djúpu laugina. Hann er mættur í æfingaferð með Lech Poznan í Tyrklandi. „Ég er búinn að fá mjög góðar móttökur hér. Þetta er góður hópur, mikið af leikmönnum frá Skandinavíu hérna og því aðeins auðvelt að komast inn í þetta. Þeir eru á fullu hér. Það er æft tvisvar á dag, helvíti erfiðar æfingar. Ég tók fyrstu æfinguna í morgun. Þetta verður veisla framundan.“ Gísli með treyju Lech Poznan eftir að hafa krotað undir langtímasamning hjá félaginuMynd: Lech Poznan Gísli er spenntur fyrir því að flytjast búferlum til Poznan. „Þetta er góð borg, við höfum komið hérna einu sinni áður Víkingarnir. Mjög flott borg og allt að klárast mjög fljótt varðandi mig. Ég er kominn með íbúð og um leið og við komum heim úr æfingaferðinni get ég komið mér vel fyrir og ég verð einn kannski fyrsta mánuðinn. Svo koma einhverjir vel valdir út sem verða aðeins í kringum mig og passa upp á að allt sé í toppstandi.“ Stefnt á sæti í liðinu frá fyrsta degi Fjögurra og hálfs árs samningur klár hjá Lech Poznan sem er á toppi pólsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. „Auðvitað, eins og alltaf, kemur maður inn í þetta frá fyrsta degi til að berjast um sæti í liðinu. Ég er samt alveg meðvitaður um það, líkt og aðrir, að ég er að taka skref upp á við, kominn í nýtt land og það er nýr þjálfari, nýir liðsfélagar. Þetta getur allt saman tekið tíma en frá fyrsta degi er maður að stefna á sæti í liðinu en maður missir ekki þolinmæðina um leið.“ Virðir fyrir sér heimavelli Lezh Poznan. Hér hefur hann verið áður, með Víkingum árið 2022Mynd: Lech Poznan Ástríðufullir stuðningsmenn Víkingar mættu Lech Poznan í Sambandsdeildinni árið 2022 og þar fékk Gísli smjörþefinn af því hversu ástríðufullir stuðningsmenn liðsins eru þegar að þeir lásu leikmönnum liðsins pistilinn eftir tap pólska liðsins í Víkinni. „Félagið býr að alvöru stuðningsmönnum sem eru með miklar kröfur. Það er alveg látið í ljós tilfinningar sínar eftir leiki ef ekki er allt upp á tíu. Maður er bara meðvitaður um að maður er að stíga inn í mjög hart umhverfi og þarf að vera klár á hverjum einasta degi.“ Gísli var einn af bestu leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og var í lykilhlutverki í liði Víkings Reykjavíkur sem er komið alla leið í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Virðir fyrir sér aðstæðurMynd: Lech Poznan „Auðvitað er alltaf leiðinlegt að fara frá liði sem maður er búinn að vera í lengi. Þetta er frábær hópur og ég mun sakna strákanna. Auðvitað eru þeir að fara spila stóra leiki núna en það hefur alltaf verið markmiðið síðan að ég kom aftur heim að fara aftur út. Þetta er bara tækifæri sem maður hoppar á ef það gefst. Auðvitað mun ég sakna þess mikið að vera í Víkinni en þetta er bara það sem mig langar að gera. Ég held það hafi allir skilning á því. Ég fór ungur út og kom svo aftur heim. Vildi komast í fullorðinsbolta. Það tók sinn tíma en ég trúði bara á að þegar ég yrði klár myndi ég grípa mín tækifæri. Ég var bara í mótun sem leikmaður og margt sem spilar þar inn í svo maður sé klár í að spila leiki eins og Víkingur er að spila. Núna var ég tilbúinn, greip mín tækifæri. Ég er mjög sáttur með tímann á Íslandi.“ Gísli Gottskálk í leik með VíkingumVísir/Anton Brink Vill vinna allt sem mikilvægur leikmaður Markmiðin fyrir næstu ári í Póllandi eru klár. „Byrja á að koma mér vel fyrir og svo á endanum brjóta mér leið inn í liðið. Gera eins vel og hægt er að gera hérna. Þetta er lið sem að keppir um titla og draumurinn væri náttúrulega að vinna pólsku deildina, pólska bikarinn. Gera það sem mikilvægur leikmaður í liðinu. Það er það sem ég horfi í á næstu fjórum árum. Markmiðið mitt.
Pólland Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslendingar erlendis Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Sjá meira