Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2025 18:36 Mette hefur boðað aðra flokksformenn á sinn fund. Getty Forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað flokksformenn allra flokka á danska þinginu á neyðarfund annað kvöld vegna nýjustu vendinga í tengslum við ásælni Bandaríkjanna í Grænland. Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna. Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Danski fréttamiðillinn Berlingske greinir frá fundinum sem verður 19:30 annað kvöld. Þar kemur fram að flokksformennirnir verði upplýstir um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar stöðu sem er kominn upp vegna yfirlýsinga Donalds Trump, tilvonandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin vilji ná valdi á Grænlandi og útiloki ekki að beita efnahagslegum þvingunum eða hervaldi. Danska ríkisstjórnin hefur hins vegar neitað því að það sé krísa í utanríkismálum landsins. Af hverju Grænland? Vísir fjallaði í dag um yfirlýsingar Trump og mögulegar skýringar á því hvers vegna hann ásælist Grænland. Líklegasta skýringin er sú að undir jöklum Grænlands, sem hopa hratt, kunna að finnast sjaldgæfir málmar. „Fólk veit í rauninni ekki einu sinni hvort Danmörk eigi löglegt tilkall til þess [Grænlands]. En ef svo er, ættu þeir að gefa það frá sér, því við þurfum á því [Grænlandi] að halda vegna þjóðaröryggis,“ sagði Trump um málið í gær. Hann hótaði að beita Danmörku umfangsmiklum tollum til að þvinga ríkið til að láta Grænland af hendi. Þá neitaði hann einnig að útiloka það að beita hervaldi til að ná tökum á Grænlandi. Donald Trump yngri, sonur forsetans verðandi, lenti svo í Grænlandi í gær en hann sagðist vera þar í fríi og neitaði að tjá sig um samband Grænlands og Bandaríkjanna.
Grænland Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31 Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi. 8. janúar 2025 18:31
Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær ekki útiloka að beita hervaldi til að taka yfir Grænland. Prófessor í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Grænlandi segir þetta risastórt mál sem yfirvöld ættu að taka alvarlega. 8. janúar 2025 12:53
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. 7. janúar 2025 18:19