Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. janúar 2025 19:08 Árásin átti sér stað í sumarbúsað. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri, Pétur Atla Árnason, í fimm ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir tilraun til manndráps og hótanir. Um tvö aðskilin mál er að ræða, en hnífur kom við sögu í báðum þeirra. Í dómi héraðsdóms, sem féll 30. desember síðastliðinn en var birtur í dag, kemur fram að Pétur hafi annars vegar verið ákærður fyrir tilraun til manndráps sem átti sér stað 11. júní á síðasta ári, og hins vegar líkamsárás og hótanir í júlí 2022. Ákært var í tvennu lagi en málin síðar sameinuð. Sagðist hafa sveiflað hnífnum Fyrri ákæran sneri að atviki sem átti sér stað þegar Pétur veittist að manni með hníf, og stakk hann fjórum sinnum í búk og útlimi, en í ákærunni var talið að með því hefði hann reynt að svipta manninn lífi. Maðurinn hlaut lífshættulegan stunguáverka ofarlega á framanverðu hægra læri og stunguáverka á aftanverðum hægri upphandlegg, ofarlega á baki og mjóbaki. Neyðarlínu barst símtal laust fyrir miðnætti 11. júní þar sem tilkynnt var um alvarlega líkamsárás í heimahúsi. Í símtalinu hafi komið fram að einstaklingur hefði verið stunginn í læri og að honum blæddi mikið. Þegar lögreglu og sjúkraflutningamenn hafi borið að garði hafi Pétur legið í götunni með krosslagða fætur og hendur fyrir aftan bak. Sjúkraflutningamenn hafi komið manninum sem varð fyrir árásinni til aðstoðar, gert að sárum hans og komið honum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Þar hafi hann fengið neyðarblóð og vökva í æð. Lögreglumenn hafi hins vegar handtekið Pétur á vettvangi, rætt við vitni og leitað að hnífnum sem beitt var. Í skýrslutöku hafi Pétur greint frá því að hann hefði orðið fyrir atlögu frá manninum í samkvæminu og varist henni með vasahníf. Hann hefði sveiflað hnífnum en ekki getað sagt til um hvort hnífurinn hefði farið í manninn. Þá hefði hann hlaupið á brott og kastið hnífnum inn í skóg áður en hann lagðist í götuna með hendur fyrir aftan bak og krosslagða fætur. Í kjölfar skýrslutökunnar fann lögregla hnífinn. Fannst annar maður of nærgöngull Fyrir dómi kvaðst Pétur hafa verið á ferðalagi með unnustu sinni, tveimur öðrum konum og stjúpbörnum þeirra. Þau hafi dvalið í nokkra daga í húsinu og viðstaddir drukkið þar mikið áfengi. Þar hafi Pétur hitt manninn sem hann var ákærður fyrir að stinga í málinu. Pétur sagðist hafa tekið eftir því að maðurinn hefði verið drukkinn kvöldið sem árásin átti sér stað, en sjálfur hefði hann verið búinn að drekka „smá“ áfengi. Brotaþoli hafi verið nærgöngull við unnustu Péturs í sófa í bílskúr við húsið, þreifað á henni og henni liðið óþægilega vegna þess. Stuttu síðar hafi Pétur og brotaþolinn farið saman út á pall við húsið. Þar hafi komið til rifrildis og átaka þeirra á milli, en Pétur bar við að maðurinn hefði veitt honum hnefahögg í andlitið og kastað í hann stól. Við það hafi hann misst sjónina tímabundið og hlotið áverka í andliti. Því til stuðnings benti Pétur fyrir dómi á rauðleitan blett við nasavæng á ljósmynd sem lögregla tók af honum eftir handtöku. Hnífur kom við sögu í báðum málunum.Vísir/Sigurjón „Ákærði kvaðst hafa verið með vasahníf í hægri buxnavasa sínum en tekið hann upp eftir að hann fékk stólinn í sig, opnað hnífinn og sveiflað honum og ýtt í því skyni að verja sig. Aðspurður sagði ákærði hnífinn vera í sinni eigu. Þegar ákærði hafi fengið sjónina aftur hafi allt verið úti í blóði. Ákærði hafi hlaupið burt og sest niður til að átta sig á stöðunni. Hann hafi svo farið aftur að húsinu og lagst í götuna á magann með krosslagða fætur og hendur fyrir aftan bak og legið þar til lögregla hafi komið og handtekið sig.“ Þá sagðist Pétur einungis hafa ætlað að verja sig með hnífnum, en ekki ráðast að honum til þess að stinga hann eða skaða með nokkrum hætti. Hann hafi verið hræddur eftir að hafa fengið þungt högg, misst sjónina og óttast um líf sitt. „Hvað ætlarðu að gera núna, auminginn þinn?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagðist hafa verið að sitja úti á palli að reykja þegar Pétur hafi komið, sest við hlið hans, og sett hönd sína þéttingsfast á öxl hans. Pétur hafi spurt: „Finnst þér þetta þægilegt?“ Maðurinn spurði á móti hvað Pétur ætti við, og Pétur svarað og sagt að maðurinn hefði sett hönd sína á unnustu hans og henni þótt það óþægilegt. Pétur hafi síðan endurtekið spurningu sína til mannsins sem hafi þá sagt að þetta væri farið að vera óþægilegt, og bað hann um að fjarlægja höndina. „Annars hvað?“ hafi Pétur svarað, og endurtekið spurninguna í espandi tón. Aftur hafi maðurinn beðið Pétur um að fjarlægja höndina, sem hafi ekki gert það en tekið upp hníf og haldið honum að andliti mannsins. „Hvað ætlarðu að gera núna, auminginn þinn?“ hafi Pétur spurt. Maðurinn segist hafa beðið Pétur um að leggja hnífinn niður, en hann hefði hins vegar haldið uppteknum hætti. Hann hafi síðan ákveðið að standa upp og ganga frá Pétri. Maðurinn segist þá hafa heyrt Pétur hrópa: „Ekki snerta kærustuna mína.“ Og síðan hafi hann fundið fyrir fyrstu stunginni, sem var í bakið. „Ég er að deyja“ Í kjölfarið, sagði maðurinn, hélt hann Pétri, sem hafi haldið áfram að sveifla hnífnum í áttina að sér, frá sér með stól, en Pétri hafi tekist að skera hann í fingur. Manninum tókst að eigin sögn að ýta Pétri frá sér og varpa frá sér stólnum, en ekki fast þar sem hann hafi verið orðinn máttvana. Þar á eftir hafi maðurinn stutt sig við borð á pallinum, en aftur hafi Pétur komið með hnífinn á lofti. Það síðasta sem honum hafi tekist að gera var að bera hendur fyrir hjartastað en hnífurinn hafi þá endað í læri hans. Í kjölfarið hafi komið mikið blóð og Pétur hætt árásinni og farið. Maðurinn hafi svo sest niður og sagt: „Ég er að deyja“. Síðan hafi hann misst meðvitund. Hann taldi sig vera á milli lífs og dauða, og upplifði það að hann hefði dáið. Fjarstæðukennt að hann hafi sveiflað hnífnum af handahófi Að mati dómsins samrýmdist lýsing Péturs á atvikum málsins ekki gögnum málsins. Hins vegar þótti framburður mannsins sem varð fyrir árásinni stöðugur. Líkt og komið hefur fram sagði Pétur að maðurinn hefði sýnt af sér óviðeigandi hegðun í garð unnustu hans, og mun það hafa verið ástæðan fyrir árásinni. Samkvæmt framburði Péturs og unnustunnar fólst þessi hegðun mannsins í því að hann legði hönd yfir öxl hennar og spurði hvort hún væri ekki að skemmta sér vel. Það var mat dómsins að það gat ekki falið í sér nokkrar málsbætur fyrir Pétur. Því þótti dómnum árás Péturs vera tilefnislaus með öllu. Einnig segir í dómnum að það sé fjarstæðukennt að maðurinn hafi einungis sveiflað hnífnum af handahófi með hliðsjón af áverkum mannsins. Gat Pétri ekki dulist að árás með vopni af þessu tagi gæti leitt til banvænna áverka. Hann var því sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Hótaði konu sem fór í herbergi hans Í hinu málinu var Pétur ákærður fyrir hótanir og líkamsárás þann 15. júlí 2022, með því að hafa, í herbergi fyrir starfsmenn í Staðarskála, ógnað konu með hnífi með 19 sentimetra löngu og beittu hnífsblaði. Samkvæmt ákæru gekk hann upp að konunni með hnífinn og vakti þannig hjá henni ótta um líf hennar og velferð. Í framhaldi hafi hann gripið í konuna, togað í hana, ýtt henni upp að vegg og hrint henni tvisvar aftur á bak þannig að hún féll aftur fyrir sig, með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli á vinstri öxl og hægri mjöðm og marbletti á vinstri sköflungi, vinstri olnboga og hægri kálfa. Maðurinn var sakfeldur fyrir að hóta konu í Staðarskála. Hann var starfsmaður þar.Vísir/Vilhelm Samkvæmt frumskýrslu lögreglu kom konan í heimsókn í Staðarskála í boði annarrar manneskju. Hún hafi farið inn í herbergi Péturs, sem starfaði í skálanum. Hann hafi þá verið að „reykja úr einhvers konar pípu.“ Með lista yfir fólk sem hann ætlaði að drepa Pétur hafi þá sýnt henni lista í síma sínum yfir fólk sem hann ætlaði sér að drepa. Konan hafi kannast við nokkur nafnanna og slegið hann utan undir. Í fyrstu hafi Pétur verið rólegur, en síðan „snappað“ og sótt hníf sem hann hafi stolið úr sameiginlegri eldunaraðsöðu í Gamla staðarskála. Pétur hafi beint hnífnum að henni og öskrað á hana. Konan hafi komist undan Pétri en hann farið á eftir henni og farið fram á gang með hnífinn í hendi. Þar hafi samstarfsmenn Péturs náð að róa hann niður og hann svo gengið til vinnu sinnar í Staðarskála. Þar var hann þó handtekinn. Seinna hafi konan sýnt lögreglu skjáskot af Instagram-reikningi Péturs þar sem hafi mátt finna hótanir í hennar garð. Þar hafi hann meðal annars sagt „ég segi henni að drulla sér út en endaði á því að henda henni út og hóta stinga hana [...]“ Ekki ætlun hans að ógna með hnífnum Fyrir dómi sagði Pétur að hann hefði verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Hann hefði verið að reykja „oxy“ (OxyContin) og verið í maníu vegna neyslunnar. Óumdeilt var að atvikið sem málið varðar hófst í herbergi Péturs. Hann viðurkenndi að hann hafi sagt konunni frá fyrirætlunum sínum um að skaða tiltekna nafngreinda einstaklinga, og konan slegið hann utan undir. Hann sagðist hafa brugðist við með því að taka upp hníf, beina honum að konunni og segja henni að yfirgefa herbergið. Konan hafi frosið við þetta og farið að gráta, en Pétur endurtekið sagt henni að fara út. Síðan hafi hann sett hnífinn fyrir aftan bak, opnað hurðina og ýtt henni rösklega upp að hurðastafnum og síðan út úr herberginu. Hann sagðist þó hvorki hafa gripið í hana eða hrint henni. Hann sagði jafnframt að það hafi ekki verið ætlun hans eða hóta eða ógna konunni með hnífnum. Ungur að árum og sýndi iðrun Það var mat Héraðsdóms að Pétur hefði í þessu máli gerst sekur um hótun, en ekki þótti sannað að hann hefði gerst sekur um líkamsárás. Hann var því sýknaður af því. Við ákvörðun refsingar benti dómurinn á að Pétur hefði ekki áður sætt refsingu. Þá væri hann ungur að árum og hefði hann sýnt iðrun. Hins vegar hefði stunguárásin verið tilefnislaus og hending ein ráðið því að ekki fór verr. Líkt og áður segir var Pétur Atli dæmdur í fimm ára og þriggja mánaða fangelsi. Honum er gert að greiða manninum sem hann stakk tvær milljónir króna í miskabætur, og konunni sem hann hótaði 300 þúsund. Jafnframt er honum gert að greiða tæplega 6,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Húnaþing vestra Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Í dómi héraðsdóms, sem féll 30. desember síðastliðinn en var birtur í dag, kemur fram að Pétur hafi annars vegar verið ákærður fyrir tilraun til manndráps sem átti sér stað 11. júní á síðasta ári, og hins vegar líkamsárás og hótanir í júlí 2022. Ákært var í tvennu lagi en málin síðar sameinuð. Sagðist hafa sveiflað hnífnum Fyrri ákæran sneri að atviki sem átti sér stað þegar Pétur veittist að manni með hníf, og stakk hann fjórum sinnum í búk og útlimi, en í ákærunni var talið að með því hefði hann reynt að svipta manninn lífi. Maðurinn hlaut lífshættulegan stunguáverka ofarlega á framanverðu hægra læri og stunguáverka á aftanverðum hægri upphandlegg, ofarlega á baki og mjóbaki. Neyðarlínu barst símtal laust fyrir miðnætti 11. júní þar sem tilkynnt var um alvarlega líkamsárás í heimahúsi. Í símtalinu hafi komið fram að einstaklingur hefði verið stunginn í læri og að honum blæddi mikið. Þegar lögreglu og sjúkraflutningamenn hafi borið að garði hafi Pétur legið í götunni með krosslagða fætur og hendur fyrir aftan bak. Sjúkraflutningamenn hafi komið manninum sem varð fyrir árásinni til aðstoðar, gert að sárum hans og komið honum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Þar hafi hann fengið neyðarblóð og vökva í æð. Lögreglumenn hafi hins vegar handtekið Pétur á vettvangi, rætt við vitni og leitað að hnífnum sem beitt var. Í skýrslutöku hafi Pétur greint frá því að hann hefði orðið fyrir atlögu frá manninum í samkvæminu og varist henni með vasahníf. Hann hefði sveiflað hnífnum en ekki getað sagt til um hvort hnífurinn hefði farið í manninn. Þá hefði hann hlaupið á brott og kastið hnífnum inn í skóg áður en hann lagðist í götuna með hendur fyrir aftan bak og krosslagða fætur. Í kjölfar skýrslutökunnar fann lögregla hnífinn. Fannst annar maður of nærgöngull Fyrir dómi kvaðst Pétur hafa verið á ferðalagi með unnustu sinni, tveimur öðrum konum og stjúpbörnum þeirra. Þau hafi dvalið í nokkra daga í húsinu og viðstaddir drukkið þar mikið áfengi. Þar hafi Pétur hitt manninn sem hann var ákærður fyrir að stinga í málinu. Pétur sagðist hafa tekið eftir því að maðurinn hefði verið drukkinn kvöldið sem árásin átti sér stað, en sjálfur hefði hann verið búinn að drekka „smá“ áfengi. Brotaþoli hafi verið nærgöngull við unnustu Péturs í sófa í bílskúr við húsið, þreifað á henni og henni liðið óþægilega vegna þess. Stuttu síðar hafi Pétur og brotaþolinn farið saman út á pall við húsið. Þar hafi komið til rifrildis og átaka þeirra á milli, en Pétur bar við að maðurinn hefði veitt honum hnefahögg í andlitið og kastað í hann stól. Við það hafi hann misst sjónina tímabundið og hlotið áverka í andliti. Því til stuðnings benti Pétur fyrir dómi á rauðleitan blett við nasavæng á ljósmynd sem lögregla tók af honum eftir handtöku. Hnífur kom við sögu í báðum málunum.Vísir/Sigurjón „Ákærði kvaðst hafa verið með vasahníf í hægri buxnavasa sínum en tekið hann upp eftir að hann fékk stólinn í sig, opnað hnífinn og sveiflað honum og ýtt í því skyni að verja sig. Aðspurður sagði ákærði hnífinn vera í sinni eigu. Þegar ákærði hafi fengið sjónina aftur hafi allt verið úti í blóði. Ákærði hafi hlaupið burt og sest niður til að átta sig á stöðunni. Hann hafi svo farið aftur að húsinu og lagst í götuna á magann með krosslagða fætur og hendur fyrir aftan bak og legið þar til lögregla hafi komið og handtekið sig.“ Þá sagðist Pétur einungis hafa ætlað að verja sig með hnífnum, en ekki ráðast að honum til þess að stinga hann eða skaða með nokkrum hætti. Hann hafi verið hræddur eftir að hafa fengið þungt högg, misst sjónina og óttast um líf sitt. „Hvað ætlarðu að gera núna, auminginn þinn?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni sagðist hafa verið að sitja úti á palli að reykja þegar Pétur hafi komið, sest við hlið hans, og sett hönd sína þéttingsfast á öxl hans. Pétur hafi spurt: „Finnst þér þetta þægilegt?“ Maðurinn spurði á móti hvað Pétur ætti við, og Pétur svarað og sagt að maðurinn hefði sett hönd sína á unnustu hans og henni þótt það óþægilegt. Pétur hafi síðan endurtekið spurningu sína til mannsins sem hafi þá sagt að þetta væri farið að vera óþægilegt, og bað hann um að fjarlægja höndina. „Annars hvað?“ hafi Pétur svarað, og endurtekið spurninguna í espandi tón. Aftur hafi maðurinn beðið Pétur um að fjarlægja höndina, sem hafi ekki gert það en tekið upp hníf og haldið honum að andliti mannsins. „Hvað ætlarðu að gera núna, auminginn þinn?“ hafi Pétur spurt. Maðurinn segist hafa beðið Pétur um að leggja hnífinn niður, en hann hefði hins vegar haldið uppteknum hætti. Hann hafi síðan ákveðið að standa upp og ganga frá Pétri. Maðurinn segist þá hafa heyrt Pétur hrópa: „Ekki snerta kærustuna mína.“ Og síðan hafi hann fundið fyrir fyrstu stunginni, sem var í bakið. „Ég er að deyja“ Í kjölfarið, sagði maðurinn, hélt hann Pétri, sem hafi haldið áfram að sveifla hnífnum í áttina að sér, frá sér með stól, en Pétri hafi tekist að skera hann í fingur. Manninum tókst að eigin sögn að ýta Pétri frá sér og varpa frá sér stólnum, en ekki fast þar sem hann hafi verið orðinn máttvana. Þar á eftir hafi maðurinn stutt sig við borð á pallinum, en aftur hafi Pétur komið með hnífinn á lofti. Það síðasta sem honum hafi tekist að gera var að bera hendur fyrir hjartastað en hnífurinn hafi þá endað í læri hans. Í kjölfarið hafi komið mikið blóð og Pétur hætt árásinni og farið. Maðurinn hafi svo sest niður og sagt: „Ég er að deyja“. Síðan hafi hann misst meðvitund. Hann taldi sig vera á milli lífs og dauða, og upplifði það að hann hefði dáið. Fjarstæðukennt að hann hafi sveiflað hnífnum af handahófi Að mati dómsins samrýmdist lýsing Péturs á atvikum málsins ekki gögnum málsins. Hins vegar þótti framburður mannsins sem varð fyrir árásinni stöðugur. Líkt og komið hefur fram sagði Pétur að maðurinn hefði sýnt af sér óviðeigandi hegðun í garð unnustu hans, og mun það hafa verið ástæðan fyrir árásinni. Samkvæmt framburði Péturs og unnustunnar fólst þessi hegðun mannsins í því að hann legði hönd yfir öxl hennar og spurði hvort hún væri ekki að skemmta sér vel. Það var mat dómsins að það gat ekki falið í sér nokkrar málsbætur fyrir Pétur. Því þótti dómnum árás Péturs vera tilefnislaus með öllu. Einnig segir í dómnum að það sé fjarstæðukennt að maðurinn hafi einungis sveiflað hnífnum af handahófi með hliðsjón af áverkum mannsins. Gat Pétri ekki dulist að árás með vopni af þessu tagi gæti leitt til banvænna áverka. Hann var því sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Hótaði konu sem fór í herbergi hans Í hinu málinu var Pétur ákærður fyrir hótanir og líkamsárás þann 15. júlí 2022, með því að hafa, í herbergi fyrir starfsmenn í Staðarskála, ógnað konu með hnífi með 19 sentimetra löngu og beittu hnífsblaði. Samkvæmt ákæru gekk hann upp að konunni með hnífinn og vakti þannig hjá henni ótta um líf hennar og velferð. Í framhaldi hafi hann gripið í konuna, togað í hana, ýtt henni upp að vegg og hrint henni tvisvar aftur á bak þannig að hún féll aftur fyrir sig, með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli á vinstri öxl og hægri mjöðm og marbletti á vinstri sköflungi, vinstri olnboga og hægri kálfa. Maðurinn var sakfeldur fyrir að hóta konu í Staðarskála. Hann var starfsmaður þar.Vísir/Vilhelm Samkvæmt frumskýrslu lögreglu kom konan í heimsókn í Staðarskála í boði annarrar manneskju. Hún hafi farið inn í herbergi Péturs, sem starfaði í skálanum. Hann hafi þá verið að „reykja úr einhvers konar pípu.“ Með lista yfir fólk sem hann ætlaði að drepa Pétur hafi þá sýnt henni lista í síma sínum yfir fólk sem hann ætlaði sér að drepa. Konan hafi kannast við nokkur nafnanna og slegið hann utan undir. Í fyrstu hafi Pétur verið rólegur, en síðan „snappað“ og sótt hníf sem hann hafi stolið úr sameiginlegri eldunaraðsöðu í Gamla staðarskála. Pétur hafi beint hnífnum að henni og öskrað á hana. Konan hafi komist undan Pétri en hann farið á eftir henni og farið fram á gang með hnífinn í hendi. Þar hafi samstarfsmenn Péturs náð að róa hann niður og hann svo gengið til vinnu sinnar í Staðarskála. Þar var hann þó handtekinn. Seinna hafi konan sýnt lögreglu skjáskot af Instagram-reikningi Péturs þar sem hafi mátt finna hótanir í hennar garð. Þar hafi hann meðal annars sagt „ég segi henni að drulla sér út en endaði á því að henda henni út og hóta stinga hana [...]“ Ekki ætlun hans að ógna með hnífnum Fyrir dómi sagði Pétur að hann hefði verið í mikilli neyslu á þessum tíma. Hann hefði verið að reykja „oxy“ (OxyContin) og verið í maníu vegna neyslunnar. Óumdeilt var að atvikið sem málið varðar hófst í herbergi Péturs. Hann viðurkenndi að hann hafi sagt konunni frá fyrirætlunum sínum um að skaða tiltekna nafngreinda einstaklinga, og konan slegið hann utan undir. Hann sagðist hafa brugðist við með því að taka upp hníf, beina honum að konunni og segja henni að yfirgefa herbergið. Konan hafi frosið við þetta og farið að gráta, en Pétur endurtekið sagt henni að fara út. Síðan hafi hann sett hnífinn fyrir aftan bak, opnað hurðina og ýtt henni rösklega upp að hurðastafnum og síðan út úr herberginu. Hann sagðist þó hvorki hafa gripið í hana eða hrint henni. Hann sagði jafnframt að það hafi ekki verið ætlun hans eða hóta eða ógna konunni með hnífnum. Ungur að árum og sýndi iðrun Það var mat Héraðsdóms að Pétur hefði í þessu máli gerst sekur um hótun, en ekki þótti sannað að hann hefði gerst sekur um líkamsárás. Hann var því sýknaður af því. Við ákvörðun refsingar benti dómurinn á að Pétur hefði ekki áður sætt refsingu. Þá væri hann ungur að árum og hefði hann sýnt iðrun. Hins vegar hefði stunguárásin verið tilefnislaus og hending ein ráðið því að ekki fór verr. Líkt og áður segir var Pétur Atli dæmdur í fimm ára og þriggja mánaða fangelsi. Honum er gert að greiða manninum sem hann stakk tvær milljónir króna í miskabætur, og konunni sem hann hótaði 300 þúsund. Jafnframt er honum gert að greiða tæplega 6,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Húnaþing vestra Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira