„Þetta er sannarlega mikill heiður“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 16:39 Guðmundur Ari er nýr á þingi en fer með formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa ríkt innan þingflokksins þegar kom að tillögu formann um að hann tæki við embættinu. Dagur B. Eggertsson er ekki meðal þeirra þriggja sem mynda stjórn þingflokksins. Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Guðmundur Ari segir að einhugur hafi verið í þingflokknum um tillögu Kristrúnar Frostadóttur um að hann tæki að sér embætti þingflokksformanns. Allir þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni, sem og tillögum um aðArna Lára Jónsdóttir yrði varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari þingflokks. „Það er mikil samstaða í þingflokknum. Líka um næstu skref og þau verkefni sem eru fram undan. Nú þurfum við að raða í nefndir þingsins og stilla saman strengi við hina stjórnarflokkana. Það er þessi vinna sem nú fer í gang,“ segir Guðmundur. Spennandi verkefni Guðmundur Ari segir að í þingliði Samfylkingarinnar sé fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Það sé hans verkefni að flétta þá reynslu rétt saman og sjá hvernig styrkleikar hópsins nýtist sem best. Guðmundur Ari er nýr á þingi, en hefur verið í sveitastjórn Seltjarnarness í tíu ár. Síðastliðin tvö ár hefur hann starfað sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segist því hafa reynslu af stjórnmálastarfi og að leiða öflug teymi til góðra verka. „En þetta er sannarlega mikill heiður og ég er mjög stoltur að hafa verið falið þetta hlutverk af þingflokknum, og er spenntur að takast á við þetta verkefni.“ Engin önnur tillaga borist Dagur B. Eggertsson, þingmaður flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, hafði verið nefndur sem mögulegur þingflokksformaður á meðan þess var beðið að Kristrún svipti hulunni af tillögu sinni. Það fór hátt í kosningabaráttunni þegar Kristrún fullvissaði mögulegan kjósanda flokksins, sem var ósáttur við að Dagur væri í þingframboði, um að Dagur væri „aukaleikari“ og yrði ekki ráðherra. Nú er ljóst að hann fær ekki heldur ábyrgðarstöðu í stjórn þingflokksins. Veistu hvernig [Dagur] tók þessum tíðindum? „Það var allavega mikil samstaða innan þingflokksins og engin önnur tillaga sem barst á fundinum eða neitt svoleiðis. Þannig að það er bara mikil samstaða í þingflokknum,“ segir Guðmundur Ari.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira