Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. janúar 2025 13:06 Donald Trump yngri er mættur til Grænlands. Hann er ekki þar í neinum opinberum erindagjörðum, en heimsókn hans hefur engu að síður vakið gríðarlega athygli í ljósi áhuga föður hans á að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands. AP/Evan Vucci Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Trump yngri er ekki á leið á neina opinbera fundi í Grænlandi, en heimsókn hans er þó talin til marks um eftirfylgni föður hans við áður yfirlýstan áhuga á því að Bandaríkin taki yfir stjórn Grænlands, sem nær aftur ársins 2019. Hann lýsti slíkum áhuga síðast yfir skömmu fyrir áramót, og sagði það nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og frelsi heimsins að Bandaríkin tækju við stjórn Grænlands. „Ef og þegar Grænland verður hluti þjóðarinnar“ Í gær birti forsetinn verðandi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann sagði Grænland ótrúlegan stað. Ef og þegar Grænland yrði hluti Bandaríkjanna myndi hann vernda það frá grimmilegum umheiminum. „Gerum Grænland frábært aftur,“ segir Trump í lok færslunnar. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands hefur sagt að Grænland sé ekki falt, og lýst því yfir að á árinu verði tekin stór skref í átt að sjálfstæði Grænlands. Í gær afboðaði hann komu sína á fund með Friðrik 10. Danakonungi, en norrænir fjölmiðlar hafa sett þá ákvörðun í samhengi við heimsókn Trumps yngri, og sagt málið hið vandræðalegasta fyrir konunginn. Danskir fjölmiðlar loga Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður er búsett í Danmörku og segir danska miðla einfaldlega loga vegna málsins. Stærstu fjölmiðlar landsins séu með fréttavaktir þar sem greint sé frá öllum vendingum tengdum heimsókn Trump yngri. „Jafnvel þótt ekki sé um opinbera heimsókn að ræða. Þetta hefur vakið gríðarlega athygli.“ Margítrekað hafi verið sagt að Grænland sé ekki til sölu, en málið hafi vakið upp miklar umræður í dönsku þjóðfélagi, rétt eins og á Grænlandi. Grænlandi gert hærra undir höfði á merkinu Elín Margrét segir málið nokkuð snúið fyrir dönsk stjórnvöld og Friðrik konung, en eins og áður sagði aflýsti formaður landsstjórnar Grænlands fundi sínum með honum. „Hann er víst engu að síður á leiðinni til Danmerkur og svörin voru þau að ekki væri pláss fyrir fund með konungi í dagbók formanns landsstjórnarinnar.“ Skjaldamerki Danmerkur fyrir (t.v.) og eftir breytingu. Nú hafa ísbjörninn sem táknar Grænland og hrúturinn sem táknar Færeyjar verið stækkaðir og fengið hvor sinn sess í merkinu, í stað þess að hvíla undir þremur krúnum. Það eina sem liggi fyrir sé að hann muni sækja nýársmóttöku hjá samfélagi Grænlendinga í Kaupmannahöfn á fimmtudag. „Á móti hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Friðrik Danakonungur hefur látið breyta skjaldarmerkinu, til að endurspegla betur Grænland og Færeyjar,“ segir Elín Margrét. Kallað eftir skýrri afstöðu forsætisráðherrans Þá hafi stjórnarandstaðan á danska þinginu, sem og fjölmiðlar, kallað eftir skýrari afstöðu Mette Frederiksen forsætisráðherra og stjórnar hennar til brambolts þeirra Trump-feðga á norðurslóðum. „Þetta er auðvitað ákveðin jafnvægisleikur sem danska stjórnin þarf að leika í þessu sambandi. Það er auðvitað lítil stemning fyrir því meðal Grænlendinga að dönsk stjórnvöld séu að hlutast of mikið til um innanríkismál á Grænlandi. Grænlendingar hafa kallað eftir auknu sjálfstæði og ákvörðunarrétti um sín eigin mál.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira