Þorgerður Katrín í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2025 11:00 Þorgerðure Katrín og Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er í Úkraínu. Þangað fór hún í vinnuheimsókn og mun hún funda með ráðamönnum þar, kynna sér stöðu mála og árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins gegn innrás Rússa. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu segir að Þorgerður Katrín hafi í morgun fundað með Andrí Sybíha, utanríkisráðherra Úkraínu, og frekari fundir séu fyrirhugaðir. Þá segir í yfirlýsingunni að ítarlegri fréttatilkynning verði send síðar í dag. Fyrsti símafundur Þorgerðar Katrínar í embætti var við Andrí Sybíha en það var á gamlársdag. Þá ítrekaði hún stuðning Íslands við Úkraínu og ræddu þau samstarf ríkjanna á alþjóðavettvangi. Þau Þorgerður Katrín og Andrí Sybíha eru stödd í Kænugarði. Sybíha hefur þakkað Þorgerði Katrínu fyrir heimsóknina og þakkað Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Úkraínu. Hann nefnir einnig að þau hafi meðal annars talað um mögulegar fjárfestingar í hergagnaiðnaði Úkraínu og kornútflutningi ríkisins. Welcomed my Icelandic colleague @thorgkatrin in Kyiv. I appreciate that her first foreign call and visit are to Ukraine. We discussed further cooperation, including investment in Ukraine’s defense industry and “Grain From Ukraine” program. I thank Iceland for its strong support. pic.twitter.com/FLAhGWhiKV— Andrii Sybiha 🇺🇦 (@andrii_sybiha) January 7, 2025 Úkraínumenn og margir af bakhjörlum þeirra hafa lagt kapp á að styrkja hergagnaframleiðslu ríkisins þar sem búið er að ganga mjög á vopnabúr Evrópu og hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi. Á sama tíma hefur Úkraína burði til að auka framleiðslu töluvert og hafa Danir vakið athygli með fordæmi þeirra í að styðja við bakið á Úkraínu á því sviði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. 6. janúar 2025 10:11