Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 6. janúar 2025 13:30 Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld. Eins og fram kom í grein minni fyrir nýliðna helgi er um að ræða dýrasta auglýsingatíma sem til er á Íslandi, en birting þessarar einu auglýsingar kostaði ríflega þrjár milljónir króna. Auglýsingin hefur verið sýnd á ljósvakamiðlunum nokkrum sinnum eftir það og nú síðast í gærkvöld í fullri lengd. Því er ljóst að kostnaður við birtingar auglýsingarinnar er margfalt hærri en ég taldi áður. Þá er ótalinn kostnaðurinn við framleiðslu hennar. KEF er ekki Kringlan eða Smáralind Jón Clean, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, svaraði grein minn í fjölmiðlum og benti á að auglýsingin væri ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum, heldur úr „sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til“ eins og hann komst að orði. Þetta yfirklór er ekki til þess fallið að bæta trúverðugleika Isavia. Það er vissulega algengt að rekstraraðilar í verslunarmiðstöðvum, t.d. í Smáralind og Kringlunni, greiði hluta af veltu sinni í markaðssjóð – en það er ekki hægt að halda því fram að Keflavíkurflugvöllur sé rekinn með sambærilegum hætti, enda skyldi maður ætla að hann væri ekki í samkeppni við aðrar verslunarmiðstöðvar. Slík samkeppni væri í besta falli ósanngjörn og í versta falli ólögleg, enda ríkisfyrirtækið Isavia að nota almannafé til að reyna að beina viðskiptum frá íslenskum verslunum og veitingastöðum – sem þurfa að standa skil á öllum tollum og sköttum til ríkisins – til toll- og skattfrjáls verslunarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Verslunarmiðstöðvar hafa hag af því að fá sem flesta viðskiptavini og þeir viðskiptavinir hafa val um að fara annað. Það er því eðlilegt að verslunarmiðstöðvar keppist um að laða að sér viðskiptavini og verji fjármagni í auglýsingaherferðir. Keflavíkurflugvöllur er nær eina leiðin til að ferðast til og frá landinu, auk þess sem farþegar eru leiddir í gegnum verslunar- og veitingasvæði hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það segir sig sjálft að ríkisapparat sem rekur slíkt frísvæði á ekki að eyða tugum milljóna króna af almannafé í ímyndarauglýsingar til að upphefja sjálft sig. Markaðsgjald tíðkast ekki almennt á flugvöllum Ég ræddi um helgina við nokkra leyfishafa veitingastaða á flugvöllum beggja megin Atlantshafsins. Enginn þeirra kannaðist við það að greiða sérstakt markaðsgjald til flugvallanna og hvað þá að flugvellirnir sjálfir væru að auglýsa sig sérstaklega. Kannski tíðkast það einhvers staðar í heiminum en ég sé ekki tilganginn með því á Keflavíkurflugvelli. Ef rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli greiða hlutfall af veltu í markaðssjóð, þá ætti það fjármagn auðvitað frekar að fara til ríkisfyrirtækisins sem húsaleiga og féð nýtt til að byggja upp annars arfaslakan flugvöll. Að því sögðu, þá þekkist það varla að flugvellir auglýsi sjálfa sig með sambærilegum hætti. Maður myndi til að mynda ekki sjá flugvöll auglýsa sjálfan sig fyrir Ofurskálina (e. Superbowl) í Bandaríkjunum, sem er líklega sambærilegastur þeim auglýsingatíma sem er fyrir áramótaskaup RÚV. Hugsanlega búa flugvellir víða um heim til kynningarefni og birta á heimasíðum sínum eða á samfélagsmiðlum, en engin dæmi veit ég þess að flugvellir fari í rándýra og risastóra auglýsingaherferð og birti allt að tveggja mínútna auglýsingu í dýrustu auglýsingatímum sjónvarpsstöðva í sínum löndum. Spurningum enn ósvarað Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri. Ég hvet Isavia til að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferð sem hófst á gamlárskvöld og kallast: „KEF, þar sem sögur fara á flug.“ Á ég þar við annars vegar heildarframleiðslukostnað og hins vegar heildarbirtingarkostnað. Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar. Þá væri viðeigandi að upplýst verði um tilgang herferðarinnar. Ég hvet forstjóra Isavia til að svara sjálfur ofangreindum spurningum sem almenningur vill fá svör við en senda ekki undirmann sinn til svara. Forstjórinn er ekkert of góður til þess að svara sjálfsögðum spurningum varðandi rekstur félags sem hann ber ábyrgð á og er í eigu almennings. Ef forstjórinn telur sig ekki getað svarað, þá treysti ég því að Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia, svari þessum spurningum enda hlýtur þessi tugmilljóna auglýsingaherferð að hafa komið á borð stjórnar Isavia og hlotið þar samþykki. Höfundur er hluthafi í Isavia líkt og allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Isavia, sem er opinbert fyrirtæki í eigu almennings, birti sem kunnugt er langa og rándýra auglýsingu fyrir áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld. Eins og fram kom í grein minni fyrir nýliðna helgi er um að ræða dýrasta auglýsingatíma sem til er á Íslandi, en birting þessarar einu auglýsingar kostaði ríflega þrjár milljónir króna. Auglýsingin hefur verið sýnd á ljósvakamiðlunum nokkrum sinnum eftir það og nú síðast í gærkvöld í fullri lengd. Því er ljóst að kostnaður við birtingar auglýsingarinnar er margfalt hærri en ég taldi áður. Þá er ótalinn kostnaðurinn við framleiðslu hennar. KEF er ekki Kringlan eða Smáralind Jón Clean, deildarstjóri hjá Isavia sem sér um markaðsmál og upplifun, svaraði grein minn í fjölmiðlum og benti á að auglýsingin væri ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum, heldur úr „sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til“ eins og hann komst að orði. Þetta yfirklór er ekki til þess fallið að bæta trúverðugleika Isavia. Það er vissulega algengt að rekstraraðilar í verslunarmiðstöðvum, t.d. í Smáralind og Kringlunni, greiði hluta af veltu sinni í markaðssjóð – en það er ekki hægt að halda því fram að Keflavíkurflugvöllur sé rekinn með sambærilegum hætti, enda skyldi maður ætla að hann væri ekki í samkeppni við aðrar verslunarmiðstöðvar. Slík samkeppni væri í besta falli ósanngjörn og í versta falli ólögleg, enda ríkisfyrirtækið Isavia að nota almannafé til að reyna að beina viðskiptum frá íslenskum verslunum og veitingastöðum – sem þurfa að standa skil á öllum tollum og sköttum til ríkisins – til toll- og skattfrjáls verslunarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Verslunarmiðstöðvar hafa hag af því að fá sem flesta viðskiptavini og þeir viðskiptavinir hafa val um að fara annað. Það er því eðlilegt að verslunarmiðstöðvar keppist um að laða að sér viðskiptavini og verji fjármagni í auglýsingaherferðir. Keflavíkurflugvöllur er nær eina leiðin til að ferðast til og frá landinu, auk þess sem farþegar eru leiddir í gegnum verslunar- og veitingasvæði hvort sem þeim líkar betur eða verr. Það segir sig sjálft að ríkisapparat sem rekur slíkt frísvæði á ekki að eyða tugum milljóna króna af almannafé í ímyndarauglýsingar til að upphefja sjálft sig. Markaðsgjald tíðkast ekki almennt á flugvöllum Ég ræddi um helgina við nokkra leyfishafa veitingastaða á flugvöllum beggja megin Atlantshafsins. Enginn þeirra kannaðist við það að greiða sérstakt markaðsgjald til flugvallanna og hvað þá að flugvellirnir sjálfir væru að auglýsa sig sérstaklega. Kannski tíðkast það einhvers staðar í heiminum en ég sé ekki tilganginn með því á Keflavíkurflugvelli. Ef rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli greiða hlutfall af veltu í markaðssjóð, þá ætti það fjármagn auðvitað frekar að fara til ríkisfyrirtækisins sem húsaleiga og féð nýtt til að byggja upp annars arfaslakan flugvöll. Að því sögðu, þá þekkist það varla að flugvellir auglýsi sjálfa sig með sambærilegum hætti. Maður myndi til að mynda ekki sjá flugvöll auglýsa sjálfan sig fyrir Ofurskálina (e. Superbowl) í Bandaríkjunum, sem er líklega sambærilegastur þeim auglýsingatíma sem er fyrir áramótaskaup RÚV. Hugsanlega búa flugvellir víða um heim til kynningarefni og birta á heimasíðum sínum eða á samfélagsmiðlum, en engin dæmi veit ég þess að flugvellir fari í rándýra og risastóra auglýsingaherferð og birti allt að tveggja mínútna auglýsingu í dýrustu auglýsingatímum sjónvarpsstöðva í sínum löndum. Spurningum enn ósvarað Það er nokkuð augljóst að stjórnendur Isavia hafa í þessu tilviki varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir til að bæta eigin ímynd og reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri. Ég hvet Isavia til að upplýsa um heildarkostnað við yfirstandandi auglýsingaherferð sem hófst á gamlárskvöld og kallast: „KEF, þar sem sögur fara á flug.“ Á ég þar við annars vegar heildarframleiðslukostnað og hins vegar heildarbirtingarkostnað. Ég er sannfærður um að Isavia mun góðfúslega verða við því, enda varla nein ástæða til að pukrast með þær upplýsingar. Þá væri viðeigandi að upplýst verði um tilgang herferðarinnar. Ég hvet forstjóra Isavia til að svara sjálfur ofangreindum spurningum sem almenningur vill fá svör við en senda ekki undirmann sinn til svara. Forstjórinn er ekkert of góður til þess að svara sjálfsögðum spurningum varðandi rekstur félags sem hann ber ábyrgð á og er í eigu almennings. Ef forstjórinn telur sig ekki getað svarað, þá treysti ég því að Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia, svari þessum spurningum enda hlýtur þessi tugmilljóna auglýsingaherferð að hafa komið á borð stjórnar Isavia og hlotið þar samþykki. Höfundur er hluthafi í Isavia líkt og allir Íslendingar.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar