Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 10:03 Ný ríkisstjórn ákvað að gera breytingar á ráðuneytum sem í einhverjum tilfellum hefur áhrif á störf embættismanna innan stjórnarráðsins. Vísir/samsett Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48
Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50