Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 10:03 Ný ríkisstjórn ákvað að gera breytingar á ráðuneytum sem í einhverjum tilfellum hefur áhrif á störf embættismanna innan stjórnarráðsins. Vísir/samsett Þrír ráðuneytisstjórar, sem stýrt hafa háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, hafa verið fluttir til í starfi innan stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en þannig hefur Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en mun starfa áfram sem sérfræðingur í sama ráðuneyti. Þá hefur verið gert samkomulag við Ásdísi Höllu Bragadóttur um að hún verði færð í embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í stað Gissurar. Nafn ráðuneytisins mun breytast í félags- og húsnæðismálaráðuneyti þann 1. mars en Ásdís Halla hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022 þegar hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Ásdís Halla hefur meðal annars áður starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar þegar hann var menntamálaráðherra, og var bæjarstjóri í Garðabæ. Ásdís Halla var fyrst skipuð tímabundið ráðuneytisstjóri en sú skipun var brot að lögum að mati umboðsmanns Alþingis. Fram kemur í tilkynningu að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hafi gert samkomulag við Ásdísi Höllu um flutning hennar í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti Ingu Sæland.Vísir/Vilhelm Sigrún Brynja Einarsdóttir tekur við sem ráðuneytisstjóri í því ráðuneyti í stað Ásdísar Höllu, en nýtt nafn þess ráðuneytis verður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti í mars. Sigrún Brynja hefur verið ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 2023, en líkt og kunnugt er ákvað ný ríkisstjórn að ráðuneytið verði lagt niður og verkefni þess færð undir önnur ráðuneyti. Umræddar breytingar hafa þegar tekið gildi að því er fram kemur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55 Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. 13. apríl 2022 16:55
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48
Skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi. 7. mars 2023 12:50