Frá þessu greindi Donaldson á Instagram-síðu sinni í vikunni. Þar birti hann mynd af sér krjúpa á kné með trúlofunarhring í hönd. Á móti honum stendur Booysen, kampakát á svip.
Donaldson er með flesta áskrifendur allra á YouTube, en þeir telja einhverjar 341 milljón manna.
Hann er á lista Forbes yfir ríkustu YouTube-stjörnur heims en samkvæmt CNBC voru tekjur hans árið 2023 um 700 milljónir Bandaríkjadala.
Fyrirtæki hans hefur teygt anga sína um heim allan en til að mynda hafa súkkulaðistykki í hans nafni verið áberandi í sælgætisdeildum matvöruverslana hér á landi.