Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2025 20:58 Glódís Perla átti sigurinn svo sannarlega skilinn. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem og stórliðsins Bayern München, var kjörin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53 Íþróttamaður ársins Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Hin 29 ára gamla Glódís Perla var í 3. sæti kjörsins á síðasta ári en gerði gott betur í ár og hlaut fullt hús stiga í kosningunni að þessu sinni. Undanfarin þrjú ár hafa handboltamenn Íslands hlotið nafnbótina, Gísli Þorgeir Kristjánsson á síðasta ári og Ómar Ingi Magnússon árin tvö þar á undan. Það komst hins vegar engin/n með tærnar þar sem Glódís Perla hafði hælana árið 2024. Glódís Perla fékk alls 480 stig sem er fullt hús stiga eins og áður. Það kemur því ekki á óvart að hún hafi borið af í kosningunni þessu sinni en í 2. sæti var kraftlyftingakonan Sóley Margrét Jónsdóttir með 217 stig og Eygló Fanndal Sturludóttir, sem keppir í ólympískum lyftingum, var í 3. sæti með 159 stig. Glódís Perla með viðurkenningu fyrir að vera meðal tíu efstu í kjörinu.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Glódís Perla átti frábært ár með bæði íslenska landsliðinu sem og Bayern. Hún bar fyrirliðabandið þegar Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss næsta sumar. Þar er Ísland í riðli með heimakonum, Noregi og Finnlandi. Bayern fór taplaust í gegnum deildina og stóð uppi sem Þýskalandsmeistari. Fékk liðið aðeins á sig átta mörk í 22 deildarleikjum. Liðið fór alla leið í bikarúrslit þar sem það mátti hins vegar þola 0-2 tap gegn Wolfsburg. Liðið endaði hins vegar óvænt í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu og komst ekki í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá var Glódís Perla efsti miðvörður í kjöri Gullboltans (Ballon d'Or) sem og efsti miðvörðurinn á lista The Guardian yfir 100 bestu knattspyrnukonur í heimi. Samkvæmt því má með sanni segja að Glódís Perla sé besti miðvörður heims um þessar mundir. Íþróttamaður ársins 1. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 480 2. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 217 3. Eygló Fanndal Sturludóttir, ólympískar lyftingar 159 4. Albert Guðmundsson, knattspyrna 156 5. Anton Sveinn McKee, sund 131 6. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur 94 7. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 69 8. Orri Steinn Óskarsson, knattspyrna 67 9. Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna 57 10. Ásta Kristinsdóttir, fimleikar 53
Íþróttamaður ársins Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti